Hænur ekki óráðshænsn

Íslenskar landnámshænur eru ekki óráðshænsn.
Íslenskar landnámshænur eru ekki óráðshænsn. mbl.is

Eigenda-og ræktendafélag landnámshænsna hélt aðalfund sinn í dag. Þar var samþykkt ályktun þar sem því er mótmælt harðlega að hænur séu bendlaðar við fjárglæfrastarfsemi. Er þar vitnað til fréttar í RÚV nýlega þar sem fjárglæframenn voru kallaðir „óráðshænsn“.

Bendir félagið ennfremur á að landnámshænsnarækt sé afar uppbyggileg og hagkvæm og geti stuðlað að því að þjóðin lifi eins og blóm í eggi.

Að sögn Jóhönnu G. Harðardóttur, formanns félagsins, þótti rétt að benda á þetta á tímum „fádæma leiðinlegra“ frétta sem einkenndust aðallega af sjálfsvorkunn og neikvæðni. Var á aðalfundinum í dag jafnframt rætt um hagkvæmni, sjálfbærni og góð umhverfisáhrif sem ræktun landnámshænsna hefur í för með sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert