Minni laun fyrir dræmar mætingar

Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi.
Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi. mbl.is

Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi hefur lagt fram tillögu í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar um að kjörnir fulltrúar sem mæta slælega á fundi í nefndum og ráðum sem þeir sitja í verði hýrudregnir.

Þorleifur kveðst hafa lagt tillöguna fram í kjölfar umræðna um fjarveru kjörinna fulltrúa í nefndum og ráðum borgarinnar. Tillagan er svohljóðandi:

„Forsætisnefnd felur skrifstofustjóra borgarstjórnar að gera tillögur að breytingum á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa sem kveði á um frádrátt frá launum kjörinna fulltrúa í nefndum og ráðum ef um mikla fjarveru þeirra af fundum er að ræða.“

Tillögunni var frestað og bíður hún afgreiðslu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert