Ingibjörg Sólrún: Var lasin og reið á Borgarafundinum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Bessastöðum..
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Bessastöðum.. mbl.is/Ómar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segist hafa verið mjög illa fyrir kölluð þegar hún sagðist á borgarafundi síðastliðið haust ekki vera viss um að fólkið í salnum væri fulltrúar þjóðarinnar.

„Til dæmis þegar ég horfi á fundinn í Háskólabíói á sínum tíma, þar sem að ég viðhafði hin landsfrægu ummæli þú ert ekki þjóðin........ að auðvitað var ég á þeim fundi...ég var lasin, ég var þreytt, mér fannst fólkið reitt og það gerði mig líka reiða og ég var auðvitað bara illa á mig komin,“ segir Ingibjörg  Sólrún í viðtali í Spjallinu á Skjá1 sem verður á dagskrá í kvöld.

Það hafi ekki verið klókt að viðhafa þessi orð og það hafi gerst í hita augnabliksins. Ingibjörg ræðir líka um mistökin sem gerð voru í samningunum um Icesave, atburðarrásina þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sprakk og fjölmargt fleira í viðtalinu, samkvæmt því sem fram kemur á vef Sölva Tryggvasonar sem er umsjónarmaður þáttarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert