Jörð skalf þegar vatni var dælt ofan í borholu

Borhola á Hengilssvæðinu.
Borhola á Hengilssvæðinu. Rax / Ragnar Axelsson

Um hundrað jarðskjálftar sem urðu í grennd við borholu á Hengilssvæðinu eru raktir til þess að Orkuveita Reykjavíkur lét dæla vatni ofan í borholu á svæðinu. Stærstu skjálftarnir voru rúmlega tveir á Richters-kvarða.

Einar Kjartansson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að Veðurstofan hafi fylgst náið með virkninni á Hengilssvæðinu undanfarið og óskað eftir upplýsingum frá OR. Frá mánudegi til fimmtudagskvölds hafi um 100 jarðskjálftar átt upptök á þessu svæði. Margir skjálftanna eigi upptök neðar en holan sem sé rúmlega tveir kílómetrar að dýpt.

Sjá nánari umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert