Tekið á móti viðskiptavinum

Biðraðir eru við afgreiðslukassana í Kosti.
Biðraðir eru við afgreiðslukassana í Kosti. mbl.is/Ómar

Verslun Kosts við Dalveg í Kópavogi var opnuð eftir hádegið í dag. Jón Gerald Sullenberger, eigandi verslunarinnar, tók á móti viðskiptavinum og bauð upp á ávaxtasafa en vegna tæknibilunar var ekki hægt að byrja að afgreiða fólk fyrr en upp úr klukkan 15.

Þótt tekist hafi að hefja afgreiðslu voru ýmis vandamál uppi en Ólafur Már Ólafsson verslunarstjóri segir að þau verði leyst í kvöld og nótt.

Fjöldi fólks kom til að kaupa inn í Kosti í dag og var Ólafur ánægður með viðtökurnar. Verslunin er opin til klukkan 18 í dag og frá 12 til 18 á morgun.


Jón Gerald Sullenberger tekur á móti væntanlegum viðskiptavinum í verslun …
Jón Gerald Sullenberger tekur á móti væntanlegum viðskiptavinum í verslun sinni. mbl.is/hag
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert