Tveir höfnuðu utan vegar í Fagradal

mbl.is/Júlíus

Tveir bílar höfnuðu utan vegar í Fagradal, á milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar, í dag að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum. Mjög hvasst hefur verið á svæðinu og hált. Engan hefur sakað. Búast má við hvössum vindstrengjum við fjöll á suðausturhorni landsins fram eftir kvöldi, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurstofan spáir norðan 10-15 metrum á sekúndu, en 15-20 við austurströndina til miðnættis. Þurrt sunnan- og suðvestanlands. Annars víða snjókoma eða slydda, en rigning austast. Fer smám saman að draga úr vindi og úrkomu síðdegis á morgun. Hiti 0 til 5 stig, en frystir inn til landsins á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert