Um 5000 lögðu leið sína í Kost

Viðskiptavinir í verslun Kost í Kópavogi.
Viðskiptavinir í verslun Kost í Kópavogi.

Annar dagurinn í sögu matvöruverslunarinnar Kostar hefur verið annasamur fyrir starfsfólk, að því er segir í tilkynningu. Löng röð myndaðist við verslunina rétt fyrir opnun í hádeginu í dag og fólk streymdi að fram eftir degi, þannig að örtröð myndaðist um tíma á bílastæðunum í kring.

„Í gær tafðist fyrirhuguð opnun nokkuð vegna vandræða með tölvukerfi verslunarinnar. Þau vandræði hafa  nú að mestu verið leyst, en þó er enn nokkuð um vörur sem ekki finnast í tölvukerfinu og er því ekki unnt að selja.

Starfsfólk hefur unnið hörðum höndum að því að skrá allar vörur í tölvukerfið og fengu í dag góðan liðsauka úr hópi fjöskyldumeðlima og vina sem mættu til að létta undir með vinnuna.

Jón Gerald Sullenberger framkvæmdastjóri Kosts áætlar að fimm þúsund manns hafi lagt leið sína í í verslunina opnunarhelgina, laugardag og sunnudag. Fólk hafi verið að kynna sér vöruúrvalið og margir hafi notað tækifærið og gert helgarinnkaupin í versluninni. Jón Gerald vill þakka fyrir viðtökurnar, sem hafi komið sér í opna skjöldu. Einnig vill hann þakka viðskiptavinum þolinmæðina, en langar raðir mynduðust við afgreiðsluborðin vegna hins mikla mannfjölda sem var í versluninni.

Á morgun verður opið frá kl.11:00-18:30 sem verður fastur opnunartími Kostar virka daga,“ segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert