Æðarræktendur vilja að ríkið greiði fyrir refaveiðar

Æðarræktarfélag Íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun umhverfisráðherra að hætta þátttöku ríkisins í refaveiðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem formaður félagsins, Jónas Helgason ritar undir.

„Því er haldið fram að með því megi ná fram 17 milljóna króna sparnaði, það er fjarri lagi. Þegar búið er að draga frá virðisaukaskatt, tekjuskatt og útsvar veiðimanna kemur í ljós að raunverulegur sparnaður er í kringum 5 milljónir, og munar þar 12 milljónum í útreikningum.

Allt frá 13. öld hafa verið inni ákvæði um fækkun refa. Það hafa ekki verið færð rök fyrir því af hverju það sé í lagi að hætta því akkúrat núna. Fróðlegt væri að heyra hverjir voru ráðgjafar ráðherra í þessu máli, allavega var ekki rætt við neina hagsmunaaðila svo mér sé kunnugt um."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert