Fíkniefnasmygl í héraðsdómi

Amfetamín. Mynd úr safni.
Amfetamín. Mynd úr safni. mbl.is/Júlíus

Fíkniefni fundust á fanga á Litla-Hrauni í gær eftir að hann kom úr Héraðsdómi Reykjaness. Hafði hann falið efnin í holum skóbotni. Þá fundust 30 grömm af amfetamíni á öðrum fanga í dag sem smyglað var inn af gesti. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins.

Fram kemur að sá sem náði að sækja sér dóp í Héraðsdómi í gær sé útlendingur sem hafi verið þar ásamt nokkrum öðrum löndum sínum í gengjamáli. Fjölmenni hafi verið þar og sé talið líklegt að hann hafi náð að fylla á skóbotninn, eða haft skóskipti, á salerni staðarins.

Þetta hafi verið þrjú grömm af amfetamíni og nærri 40 töflur af sterkum lyfjum. Starfsmenn á Litla-Hrauni fundu efnin sem voru í hólfum í þykkbotna íþróttaskóm.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert