Ýtir undir landflótta

Sigmudnur Davíð Gunnlaugsson í ræðustól á Alþingi.
Sigmudnur Davíð Gunnlaugsson í ræðustól á Alþingi. mbl.is / Heiddi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segi að hækkanir skatta íþyngi fjölskyldunum á versta tíma. Auk þess hækki þær vöruverð, vísitölu og þar með skuldir heimilanna.

„Skattar eru þess eðlis að þeir ýta frekar undir landflótta sem er mikið vandamál nú þegar. Þeir leggjast á þá sem hafa meðaltekjur og rúmlega það, fólk sem hefur möguleika á að fá vinnu hvar sem er, ekki síst á Norðurlöndunum. Þetta er fólkið sem er nauðsynlegt til að búa til verðmæti og mynda skattstofnana. Því er verið að eyðileggja skattstofnana,“ segir Sigmundur.

Hann bætir því við að jafnframt sé verið að fæla frá erlenda ferðamenn og erlenda fjárfestingu, til dæmis með álögum á veitingarekstur og flugstarfsemi. Það sé líklegt til að valda tjóni til lengri tíma litið.

Spurður um nýja auðmannaskattinn segir Sigmundur Davíð að hann skili litlum hluta teknanna og sé frekar hugsaður sem almannatengslaútspil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert