Gjaldeyrisforðinn styrkist

Seðlabankastjóri segir að fyrirhugað sé að nýta hluta af lánalínu frá Norðurlöndunum fyrir jól.

Lánalínurnar nema samtals um einum komma sex milljörðum evra, en nú er mögulegt að nýta fjórðung þeirrar upphæðar, eða um fjögurhundruð og fjörutíu milljónir evra. Seðlabankastjóri segir að frekari inngrip á gjaldeyrismarkað séu ekki útilokuð, þegar hafa fimmtán milljarðar króna verið nýttir til slíks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert