Kristján sprengdi í göngunum

Boðið var upp á kransaköku í veislunni í Bolungarvík í …
Boðið var upp á kransaköku í veislunni í Bolungarvík í dag. Halldór Sveinbjörnsson

Kristján Möller samgönguráðherra sprengdi í dag síðustu sprenginguna í Bolungarvíkurgöngum. Haldin var hátíð í Bolungarvík í dag að þessu tilefni. Boðið var upp á kransaköku sem var yfir 5 metra löng.

Vinna við göngin er heldur á eftir áætlun. Ástæðan er sú að bergið var talsvert laust í sér á köflum. Upphaflega var áformað að opna göngin 15. júlí, en nú er ljóst að það mun ekki takast. Kristján Möller sagði í ávarpi við hátíðarhöldin, að það væri gaman ef hægt yrði að opna göngin 26. ágúst í sumar, en þá verða 60 ár liðin frá því að vegur um Óshlíð var formlega tekinn í notkun.

Á morgun, sunnudag, verður gestum og heimamönnum boðið að aka í gegnum göngin í rútum. Þeim verður jafnframt kynnt hvernig verkið hefur gengið og hvaða vinna er eftir. Eftir er að klára styrkingar á berginu, setja upp vatnsklæðningar, ganga frá lögnum, lýsa göngin, setja upp öryggisútbúnað og klára vegagerð.

Fyrirtækið Rafskaut ehf. á Ísafirði er byrjað á rafmagnsvinnu í göngunum en sú vinna mun standa fram á sumar. Ósafl ehf. mun sjá um alla vinnu við klæðningar og fráveitulagnir.

Göngin sjálf eru 5.156 kílómetrar, en til viðbótar þarf að leggja um 3,7 km af vegum að göngunum. Kostnaður við göngin er áætlaður um 5 milljarðar króna.

Margir voru viðstaddir þegar áfanganum var fagnað í göngunum.
Margir voru viðstaddir þegar áfanganum var fagnað í göngunum.
Kristján Möller samgönguráðherra ýtti á hnappinn.
Kristján Möller samgönguráðherra ýtti á hnappinn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert