Kviki ekki frá fyrningarleið

Á fundinum var lýst stuðningi við Árna Pál Árnason.
Á fundinum var lýst stuðningi við Árna Pál Árnason. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hvetur ráðherra og þingmenn Samfylkingarinnar til að hvika ekki frá  þeim áformum um fyrningarleiðina sem sett eru fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Ályktun þessa efnis var samþykkt á almennum fundi um sjávarútvegsmál í félagsheimili Samfylkingarinnar í Kópavogi. Frummælandi á fundinum var Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis.

Fundurinn lýsti jafnframt yfir fullum stuðningi við ræðu og málflutning Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra á ársfundi ASÍ 22. – 24. október sl. Í ræðunni talaði Árni Páll m.a. um "ginningarfífl stóriðju og útgerðarauðvald".
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert