Icesave skerðir fullveldi Íslands

Icesave frumvarpið skerðir fullveldi Íslands að mati Sigurðar Líndals lagaprófessors. Hann segir það eðli dómsvalds að dómur sé endanleg niðurstaða máls.

Sigurður telur að ráðgefandi álit, eins og fram kemur í annarri grein frumvarps um ríkisábyrgð vegna Icesave, ekki standast stjórnarskránna. Hluti af sjálfstæðisbaráttunni hafi verið að fá dómsvaldið til landsins og því sé slíkt samkomulag afsal fullveldis.

Umrædd grein frumvarpsins er eftirfarandi: 

Lagaleg staða.
    Ekkert í lögum þessum felur í sér viðurkenningu á því að íslenska ríkinu hafi borið skylda til að ábyrgjast greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi.
    Fáist síðar úr því skorið, fyrir þar til bærum úrlausnaraðila, og sú úrlausn er í samræmi við ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins eða eftir atvikum forúrskurð Evrópudómstólsins, að á íslenska ríkinu hafi ekki hvílt skylda af þeim toga sem nefnd er í 1. mgr., eða að á öðru aðildarríki EES-samningsins hafi ekki hvílt slík skylda í sambærilegu máli, skal fjármálaráðherra efna til viðræðna við aðra aðila lánasamninganna, og eftir atvikum einnig Evrópusambandið og stofnanir Evrópska efnahagssvæðisins, um það hvaða áhrif slík úrlausn kunni að hafa á lánasamningana og skuldbindingar ríkisins samkvæmt þeim.

 Icesave-frumvarpið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert