Sjúkraflutningamönnum sagt upp

Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Fjórum sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) á Selfossi var sagt upp störfum nú um mánaðamótin og hætta þeir störfum 1. mars 2010 þegar nýtt vaktakerfi verður tekið upp.

Fram kemur í Dagskránni á Selfossi, að þetta sé gert í kjölfar niðurskurðakrafna hjá HSu en stofnuninni sé gert að draga saman útgjöld um 90 milljónir á næsta ári.  Með uppsögnunum sparast um 17 milljónir króna.

Eftir 1. mars verða tveir sjúkrabílar mannaðir frá kl. 10 á morgnana til 22 á kvöldin en eftir það til 10 næsta morgun verður aðeins einn bíll mannaður og bakvakt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert