Gestirnir koma með flösku í tösku

Aukin brögð eru að því gestir veitingahúsa í borginni reyni að smygla vínföngum í hús. Veitingamenn segja þetta helgast af hærra áfengisverði og almennt minni fjárráðum fólks.

„Það er töluverð aukning í þessu. Gestir sem hingað koma á jólahlaðborð eru gjarnan með flöskuna í töskunni og geyma uppi á hótelherbergi og skjótast síðan þangað við og við,“ segir veitingamaður sem Morgunblaðið ræddi við. Aðrir kollegar hans segja svipaða sögu.

„Þetta hefur aukist talsvert að undanförnu, til dæmis á dansleikjum um helgar. Dyraverðirnir hafa tekist eftir þessu og við höfum tekið á málinu,“ segir Guðmundur Kjartansson yfirþjónn á Kringlukránni.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert