Forseti Íslands: Nýting orku auðveldar glímu við hrunið

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/RAX

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í ræðu á þingi Iðnþróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNIDO) í gær að Forseti nefndi einnig hvernig nýting á jarðhita og vatnsorku hefði styrkt efnahagslíf Íslendinga á undanförnum áratugum. Heimili og fyrirtæki byggju við lægra orkuverð en víðast hvar í veröldinni og þessi árangur hefði auðveldað Íslendingum að glíma við efnahagserfiðleikana sem fylgdu falli bankanna og gæti orðið meginstoð þeirrar uppbyggingar sem myndi gera Íslendingum kleift að styrkja efnahagslíf og velferð þjóðarinnar á ný.

Segir á vef forsetaembættisins að Kandeh K. Yumkella framkvæmdastjóri UNIDO hafi boðið forseta Íslands að sækja þingið og kynna árangur og þekkingu Íslendinga á sviði hreinnar orkunýtingar, hvernig sú tækni og reynsla getur nýst þróunarríkjunum í baráttu þeirra við fátækt og fyrir efnahagslegum framförum.

Þingið sækja fulltrúar um 170 ríkja, meðal annars forsætisráðherrar Kenýa og Tansaníu, en í þeim löndum eru verulegar jarðhitaauðlindir, sem og ráðherrar margra annarra ríkja, stjórnendur ríkjabandalaga í Afríku og Asíu og fulltrúar ýmissa alþjóðastofnana.

Sjá ræðu forseta Íslands í heild og myndir frá atburðinum 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert