Bullundirskriftum fækkar stórlega

Forsvarsmenn InDefence-hópsins reiknar með margir skrifi undir áskorunina ef Icesave-lögin …
Forsvarsmenn InDefence-hópsins reiknar með margir skrifi undir áskorunina ef Icesave-lögin verða samþykkt. mbl.is/Ómar Óskarsson

Greinilega fölsuðum undirskriftum hefur stórlega fækkað, í kjölfar umræðu um bullundirskriftir sem sagt var frá á mbl.is í gær, samkvæmt upplýsingum Ólafs Elíassonar, talsmanns samtakanna InDefence.

Samtökin safna undirskriftum á vefnum undir áskorun á forseta Íslands um að hafna væntanlegum lögum um ríkisábyrgð á Icesave staðfestingar og vísa þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Undir kvöld voru tæplega 33.500 undirskriftir komnar á listann. Ólafur telur að mesti kúfurinn sé eftir, hann komi ef lögin verði samþykkt.

Fram kom í gær að nokkuð hafi borið á greinilega fölskum undirskriftum þar sem reynt er að skrá ýmsa þekkta menn á listann. Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, er vinsæll, einnig Mikki Mús og Gordon Brown. „Við eyðum alltaf nafni Davíðs Oddssonar út en það kann að vera að hann sé alltaf að reyna að koma nafni sínu að,“ segir bætir Ólafur við.

Nokkrar af fölsku undirskriftunum hafa verið raktar til léna stjórnarráðsins og ríkisstofnana eins og Hagstofunnar og Ríkisútvarpsins, og fleiri virtra stofnana og fyrirtækja. „Mér finnst rétt að það komi fram að blaðamaður Fréttablaðsins hefur sagst hafa verið að prófa kerfið hjá okkur [með því að skrá falskt nafn] og við tökum þær skýringar gildar. Okkur hefði hins vegar þótt eðlilegra að við hefðum verið látnir vita fyrirfram,“ segir Ólafur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert