Boða rafræna þjóðarkosningu um Icesave

Vefmiðillinn Eyjan hefur boðað til blaðamannafundar í höfuðstöðvum sínum kl.15:30 í dag. Í fundarboðinu kemur fram að tilgangurinn með fundinum sé að hleypa af stokkunum rafrænni kosningu á meðal almennings um hvort veita skuli ríkisábyrgð á Icesave-samkomulaginu.

Um sé að ræða þjóðarkosningu sem fram mun fara á netinu dagana 13.-17. desember. „Þetta er fyrsta örugga rafræna atkvæðagreiðslan hér á landi sem allir íslenskir kjósendur geta tekið þátt í. Notast er við kerfið Íslendingaval þróað af Íslenskri erfðagreiningu. Kerfið tryggir fullkomið öryggi og nafnleynd,“ segir m.a. í fundarboðinu.

Á fundinum muni ritstjóri Eyjunnar Guðmundur Magnússon og fulltrúar Íslenskar erfðagreiningar fara nánar yfir hvernig kosningin fer fram og hver tilgangurinn með henni sé.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert