Framlag til þingflokka og ráðherra skert

Ráðstöfunarfé ráðherra verður skert á næsta ári.
Ráðstöfunarfé ráðherra verður skert á næsta ári.

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til í breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið, að framlag til þingflokka verði skert um 6,5 milljónir króna eða um 10%  til að stuðla að markmiðum um samdrátt í ríkisútgjöldum. Einnig á að skerða  framlag til stjórnmálasamtaka um 37 milljónir eða sem svarar til 10% frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu.

Þá er lagt til að ráðstöfunarfé allra ráðherra verði lækkað um samtals 21,2 milljónir króna, miðað við það sem gert var ráð fyrir í frumvarpinu, og verði alls 49,4 milljónir. Segir fjárlaganefnd, að ætlast sé til að settar verði samræmdar reglur um úthlutun þessa fjár og að ráðherra úthluti aðeins til verkefna sem heyra undir þeirra málefnasvið. Jafnframt skuli fjárlaganefnd gerð grein fyrir úthlutun fjárins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert