Gefa yfir 26 þúsund flugeldagleraugu

Allir ættu að nota flugeldagleraugu þegar skotið er upp flugeldum
Allir ættu að nota flugeldagleraugu þegar skotið er upp flugeldum mbl.is

Undanfarin ár hafa Blindrafélagið og Slysavarnafélagið Landsbjörg unnið saman að forvörnum til að fyrirbyggja augnslys af völdum flugelda. Nú senda félögin öllum 10 til 15 ára börnum gjafabréf fyrir flugeldagleraugum í samstarfi við Íslandspóst, Prentsmiðjuna Odda og Sjóvá. Alls hafa 26.462 börn fengið send gjafabréf fyrir flugeldagleraugum, að því er segir í tilkynningu.

„Fikt með flugeldavörur er alltof algengt hjá krökkum og þá sérstaklega strákum. Þeir taka flugelda í sundur, safna púðrinu saman og búa til sínar sprengjur eða taka kökur í sundur og sprengja hvern hólk fyrir sig. Þessi leikur er stórhættulegur og foreldrar verða að vera vakandi og meðvitaðir um það sem börn þeirra eru að fást við þessa daga.
 
Gjafabréfum á flugeldagleraugu má framvísa á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til að fá gleraugun afhent. Einnig fylgja flugeldagleraugu öllum fjölskyldupökkum sem seldir eru hjá björgunarsveitum."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka