Icesave-mælendaskrá tæmd

Mikil óvissa ríkti á Alþingi í dag og var fundum …
Mikil óvissa ríkti á Alþingi í dag og var fundum frestað hvað eftir annað. mbl.is/Kristinn

Mælendaskrá í umræðu um Icesave-frumvarpið er tæmd og hefur þingfundi verið frestað til klukkan 19:45. Þá munu forsvarsmenn þingflokkanna fimm flytja stuttar ræður en síðar er gert ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um frumvarpið, breytingaratillögur og frávísunartillögur hefjist.

Til stóð að þingfundur myndi hefjast klukkan 10:30 en fundinum var ítrekað frestað vegna fundahalda í fjárlaganefnd, þingflokkum og með forseta Alþingis vegna gagna, sem enn voru að berast í dag frá lögfræðistofunni Mishcon de Reya. Fundurinn hófst loks klukkan 15 og á sjötta tímanum náðist samkomulag um hvernig umræðunni um Icesave yrði lokið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert