Sveitarstjórnarlög endurskoðuð

Kristján Möller
Kristján Möller mbl.is

Hafin er endurskoðun á sveitarstjórnarlögum á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn verkefnisstjóri starfshóps sem ráðherra hefur skipað til verksins.

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur skipað fimm manna starfshóp til verksins. Fulltrúar ráðherra í hópnum eru Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi þingmaður, og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Hrunamannahrepps.

Tveir eru fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, þau Björk Vilhelmsdóttir og Guðjón Bragason. Þá mun Hjördís Stefánsdóttir, lögfræðingur á sveitarstjórnarskrifstofu ráðuneytisins starfa með hópnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert