Stjórnmálamenn hvetja til samstöðu

Þingmenn á Alþingi.
Þingmenn á Alþingi. mbl.is/Heiðar

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna líta yfir árið sem er að líða og horfa einnig fram á veginn í áramótagreinum í Morgunblaðinu í dag. Hvetja þeir til samstöðu um þau brýnu viðfangsefni, sem bíða á nýju ári og leggja jafnframt áherslu á þá möguleika sem fyrir hendi eru. 

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir m.a. í sinni grein, að við  áramót sé henni efst í huga þakklæti til almennings í landinu.

„Styrkur íslensks samfélags hefur komið vel í ljós í skynsamlegum viðbrögðum fólks við efnahagserfiðleikum í kjölfar gengishruns og falls bankanna. Við erum ung þjóð sem býr að ríkulegum auðlindum á landi og í sjó, góðu mennta- og heilbrigðiskerfi og við höfum sýnt fyrirhyggju með því að leggja til hliðar í lífeyrissjóði og séreignarsparnað. Við höfum því fullt afl til þess að takast á við þá tímabundnu erfiðleika sem við nú erum að ganga í gegnum," segir Jóhanna. „Ég þakka landsmönnum fyrir dugnað og þrautseigju á árinu 2009 og óska þeim árs og friðar. Megi árið 2010 verða ár uppgjörs, réttlætis og sátta, upphafsár nýrrar sóknar til sjálfbærra og stöðugra lífskjara eins og þau gerast best."

Skýr kaflaskil við fortíðina

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir meðal annars í sinni grein, að nauðsynlegt sé að við þessi áramót verði gerð skýr kaflaskil við fortíðina.

„Nú skal hefjast kaflinn þar sem hið nýja Ísland rís úr öskustó frumbernsku síns fullveldis og þroskast sem stolt, sjálfstæð, friðelskandi smáþjóð sem axlar sína ábyrgð og skuldbindingar jafnhliða því að standa fast á rétti sínum. Sú þrautaganga sem við erum að ganga í gegnum mun aðeins verða til þess að styrkja okkur svo fremi við ýtum allri vanmáttarkennd til hliðar. Árið 2015 eða 2025 munum við líta til baka og hugsa stolt til þess hvernig við gengum í gegnum kreppuna, lögðum okkar af mörkum og gleðjast yfir því að það hafi tekist. Aðalatriðið er að þegar til baka verður litið þá gengu þessi „móðuharðindi“ yfir þótt af mannavöldum væru rétt eins og önnur og þjóðin sigraðist á þeim með þolgæði sínu og þrautseigju."

Verðum að vera stórhuga

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Íslendingar verði að vera stórhuga og grípa þau tækifæri sem búa í landi okkar og þjóð.

„Við verðum að snúa vörn í sókn og vinna okkur í sameiningu út úr vandanum. Engum ætti að dyljast að til þess þurfum við að nýta auðlindir landsins til verðmætasköpunar og atvinnuuppbyggingar. Atvinna er forsenda þess að fólkið í landinu geti staðið við skuldbindingar sínar og veitt fjölskyldum sínum viðunandi lífsgæði, velferð og öryggi. Þetta er það leiðarljós sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur starfað eftir og mun gera áfram," skrifar Bjarni meðal annars.

Mikilvægt að þingmenn nái saman

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að þrátt fyrir harðar deilur á árinu sem er að líða sé mikilvægt að þingmenn nái saman um mikilvæg verkefni sem óunnin eru og skipta muni sköpum um framhald og framvindu næstu ár.

Sigmundur Davíð nefnir þrjú atriði sem þoli enga bið:

  • Endurreisn trúverðugleika, trausts og sáttar í samfélaginu
  • Endurreisn heimila
  • Endurreisn atvinnulífs

„Framsóknarflokkurinn er tilbúinn að vinna með öðrum stjórnmálaflokkum, jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu, við að ná víðtækri sátt um brýnustu úrlausnarefnin. Látum verða kaflaskil á nýju ári og tökum saman höndum og göngum einbeitt og samstiga til móts við bjartari tíma. „Vilji er allt sem þarf“ – og þrautseigja," skrifar Sigmundur Davíð.

Upp úr hefðbundnum skotgröfum

Birgitta Jónsdóttir, formaður þinghóps Hreyfingarinnar, segir að á tímum sem þessum sé mikilvægt að ráðamenn komi sér upp úr hefðbundnum skotgröfum og vinni saman að úrlausnum.

„Ef næsta ár á að verða í þágu endurreisnar verður að endurskoða hvort þörf sé á áframhaldandi skuldsetningu með aðstoð AGS og vina okkar í norðri. Það þarf að endurskoða hvort þetta er rétti tíminn til að ganga í ESB. Við sem eigum að vera varðhundar almennings í þingsölum verðum að tryggja að samhæfðar aðgerðir til aðstoðar heimilunum í landinu verði að veruleika með því t.d. að leiðrétta stökkbreyttan höfuðstól lána. En það þarf líka að verða samkomulag um að standa vörð um það velferðarkerfi sem við búum við og tryggja að fyrirtæki verði ekki kæfð í flóknu og oft á tíðum óréttlátu skattakerfi."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

Í gær, 18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

Í gær, 18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

Í gær, 17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »

Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög

Í gær, 16:47 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aldrei hafa staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þær skattahækkanir sem fram komu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

Í gær, 15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

„Raddir fólksins“ á Austurvelli

Í gær, 17:05 „Raddir fólksins“ komu saman til útifundar á Austurvelli í dag þar sem helstu mál á dragskrá voru umræður um stjórnarskrána og stjórnarslitin í síðustu viku. Ræðumenn voru þau Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri. Meira »

Íslandsmót sleðahunda haldið í dag

Í gær, 16:42 Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið við Rauðavatn í Reykjavík í dag. Keppt var í ýmsum greinum svosem hjólatogi, sem á ensku nefnist bikejoring. Þá er hundur bundinn við hjól og togar það áfram líkt og um sleða væri að ræða. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

Í gær, 15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...