Stjórnmálamenn hvetja til samstöðu

Þingmenn á Alþingi.
Þingmenn á Alþingi. mbl.is/Heiðar

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna líta yfir árið sem er að líða og horfa einnig fram á veginn í áramótagreinum í Morgunblaðinu í dag. Hvetja þeir til samstöðu um þau brýnu viðfangsefni, sem bíða á nýju ári og leggja jafnframt áherslu á þá möguleika sem fyrir hendi eru. 

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir m.a. í sinni grein, að við  áramót sé henni efst í huga þakklæti til almennings í landinu.

„Styrkur íslensks samfélags hefur komið vel í ljós í skynsamlegum viðbrögðum fólks við efnahagserfiðleikum í kjölfar gengishruns og falls bankanna. Við erum ung þjóð sem býr að ríkulegum auðlindum á landi og í sjó, góðu mennta- og heilbrigðiskerfi og við höfum sýnt fyrirhyggju með því að leggja til hliðar í lífeyrissjóði og séreignarsparnað. Við höfum því fullt afl til þess að takast á við þá tímabundnu erfiðleika sem við nú erum að ganga í gegnum," segir Jóhanna. „Ég þakka landsmönnum fyrir dugnað og þrautseigju á árinu 2009 og óska þeim árs og friðar. Megi árið 2010 verða ár uppgjörs, réttlætis og sátta, upphafsár nýrrar sóknar til sjálfbærra og stöðugra lífskjara eins og þau gerast best."

Skýr kaflaskil við fortíðina

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir meðal annars í sinni grein, að nauðsynlegt sé að við þessi áramót verði gerð skýr kaflaskil við fortíðina.

„Nú skal hefjast kaflinn þar sem hið nýja Ísland rís úr öskustó frumbernsku síns fullveldis og þroskast sem stolt, sjálfstæð, friðelskandi smáþjóð sem axlar sína ábyrgð og skuldbindingar jafnhliða því að standa fast á rétti sínum. Sú þrautaganga sem við erum að ganga í gegnum mun aðeins verða til þess að styrkja okkur svo fremi við ýtum allri vanmáttarkennd til hliðar. Árið 2015 eða 2025 munum við líta til baka og hugsa stolt til þess hvernig við gengum í gegnum kreppuna, lögðum okkar af mörkum og gleðjast yfir því að það hafi tekist. Aðalatriðið er að þegar til baka verður litið þá gengu þessi „móðuharðindi“ yfir þótt af mannavöldum væru rétt eins og önnur og þjóðin sigraðist á þeim með þolgæði sínu og þrautseigju."

Verðum að vera stórhuga

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Íslendingar verði að vera stórhuga og grípa þau tækifæri sem búa í landi okkar og þjóð.

„Við verðum að snúa vörn í sókn og vinna okkur í sameiningu út úr vandanum. Engum ætti að dyljast að til þess þurfum við að nýta auðlindir landsins til verðmætasköpunar og atvinnuuppbyggingar. Atvinna er forsenda þess að fólkið í landinu geti staðið við skuldbindingar sínar og veitt fjölskyldum sínum viðunandi lífsgæði, velferð og öryggi. Þetta er það leiðarljós sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur starfað eftir og mun gera áfram," skrifar Bjarni meðal annars.

Mikilvægt að þingmenn nái saman

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að þrátt fyrir harðar deilur á árinu sem er að líða sé mikilvægt að þingmenn nái saman um mikilvæg verkefni sem óunnin eru og skipta muni sköpum um framhald og framvindu næstu ár.

Sigmundur Davíð nefnir þrjú atriði sem þoli enga bið:

  • Endurreisn trúverðugleika, trausts og sáttar í samfélaginu
  • Endurreisn heimila
  • Endurreisn atvinnulífs

„Framsóknarflokkurinn er tilbúinn að vinna með öðrum stjórnmálaflokkum, jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu, við að ná víðtækri sátt um brýnustu úrlausnarefnin. Látum verða kaflaskil á nýju ári og tökum saman höndum og göngum einbeitt og samstiga til móts við bjartari tíma. „Vilji er allt sem þarf“ – og þrautseigja," skrifar Sigmundur Davíð.

Upp úr hefðbundnum skotgröfum

Birgitta Jónsdóttir, formaður þinghóps Hreyfingarinnar, segir að á tímum sem þessum sé mikilvægt að ráðamenn komi sér upp úr hefðbundnum skotgröfum og vinni saman að úrlausnum.

„Ef næsta ár á að verða í þágu endurreisnar verður að endurskoða hvort þörf sé á áframhaldandi skuldsetningu með aðstoð AGS og vina okkar í norðri. Það þarf að endurskoða hvort þetta er rétti tíminn til að ganga í ESB. Við sem eigum að vera varðhundar almennings í þingsölum verðum að tryggja að samhæfðar aðgerðir til aðstoðar heimilunum í landinu verði að veruleika með því t.d. að leiðrétta stökkbreyttan höfuðstól lána. En það þarf líka að verða samkomulag um að standa vörð um það velferðarkerfi sem við búum við og tryggja að fyrirtæki verði ekki kæfð í flóknu og oft á tíðum óréttlátu skattakerfi."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

Í gær, 18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

Í gær, 17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

Í gær, 17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

Í gær, 16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

Í gær, 16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

Í gær, 15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

Í gær, 14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

Í gær, 16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

Í gær, 15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

Í gær, 14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...