Stjórnmálamenn hvetja til samstöðu

Þingmenn á Alþingi.
Þingmenn á Alþingi. mbl.is/Heiðar

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna líta yfir árið sem er að líða og horfa einnig fram á veginn í áramótagreinum í Morgunblaðinu í dag. Hvetja þeir til samstöðu um þau brýnu viðfangsefni, sem bíða á nýju ári og leggja jafnframt áherslu á þá möguleika sem fyrir hendi eru. 

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir m.a. í sinni grein, að við  áramót sé henni efst í huga þakklæti til almennings í landinu.

„Styrkur íslensks samfélags hefur komið vel í ljós í skynsamlegum viðbrögðum fólks við efnahagserfiðleikum í kjölfar gengishruns og falls bankanna. Við erum ung þjóð sem býr að ríkulegum auðlindum á landi og í sjó, góðu mennta- og heilbrigðiskerfi og við höfum sýnt fyrirhyggju með því að leggja til hliðar í lífeyrissjóði og séreignarsparnað. Við höfum því fullt afl til þess að takast á við þá tímabundnu erfiðleika sem við nú erum að ganga í gegnum," segir Jóhanna. „Ég þakka landsmönnum fyrir dugnað og þrautseigju á árinu 2009 og óska þeim árs og friðar. Megi árið 2010 verða ár uppgjörs, réttlætis og sátta, upphafsár nýrrar sóknar til sjálfbærra og stöðugra lífskjara eins og þau gerast best."

Skýr kaflaskil við fortíðina

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir meðal annars í sinni grein, að nauðsynlegt sé að við þessi áramót verði gerð skýr kaflaskil við fortíðina.

„Nú skal hefjast kaflinn þar sem hið nýja Ísland rís úr öskustó frumbernsku síns fullveldis og þroskast sem stolt, sjálfstæð, friðelskandi smáþjóð sem axlar sína ábyrgð og skuldbindingar jafnhliða því að standa fast á rétti sínum. Sú þrautaganga sem við erum að ganga í gegnum mun aðeins verða til þess að styrkja okkur svo fremi við ýtum allri vanmáttarkennd til hliðar. Árið 2015 eða 2025 munum við líta til baka og hugsa stolt til þess hvernig við gengum í gegnum kreppuna, lögðum okkar af mörkum og gleðjast yfir því að það hafi tekist. Aðalatriðið er að þegar til baka verður litið þá gengu þessi „móðuharðindi“ yfir þótt af mannavöldum væru rétt eins og önnur og þjóðin sigraðist á þeim með þolgæði sínu og þrautseigju."

Verðum að vera stórhuga

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Íslendingar verði að vera stórhuga og grípa þau tækifæri sem búa í landi okkar og þjóð.

„Við verðum að snúa vörn í sókn og vinna okkur í sameiningu út úr vandanum. Engum ætti að dyljast að til þess þurfum við að nýta auðlindir landsins til verðmætasköpunar og atvinnuuppbyggingar. Atvinna er forsenda þess að fólkið í landinu geti staðið við skuldbindingar sínar og veitt fjölskyldum sínum viðunandi lífsgæði, velferð og öryggi. Þetta er það leiðarljós sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur starfað eftir og mun gera áfram," skrifar Bjarni meðal annars.

Mikilvægt að þingmenn nái saman

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að þrátt fyrir harðar deilur á árinu sem er að líða sé mikilvægt að þingmenn nái saman um mikilvæg verkefni sem óunnin eru og skipta muni sköpum um framhald og framvindu næstu ár.

Sigmundur Davíð nefnir þrjú atriði sem þoli enga bið:

  • Endurreisn trúverðugleika, trausts og sáttar í samfélaginu
  • Endurreisn heimila
  • Endurreisn atvinnulífs

„Framsóknarflokkurinn er tilbúinn að vinna með öðrum stjórnmálaflokkum, jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu, við að ná víðtækri sátt um brýnustu úrlausnarefnin. Látum verða kaflaskil á nýju ári og tökum saman höndum og göngum einbeitt og samstiga til móts við bjartari tíma. „Vilji er allt sem þarf“ – og þrautseigja," skrifar Sigmundur Davíð.

Upp úr hefðbundnum skotgröfum

Birgitta Jónsdóttir, formaður þinghóps Hreyfingarinnar, segir að á tímum sem þessum sé mikilvægt að ráðamenn komi sér upp úr hefðbundnum skotgröfum og vinni saman að úrlausnum.

„Ef næsta ár á að verða í þágu endurreisnar verður að endurskoða hvort þörf sé á áframhaldandi skuldsetningu með aðstoð AGS og vina okkar í norðri. Það þarf að endurskoða hvort þetta er rétti tíminn til að ganga í ESB. Við sem eigum að vera varðhundar almennings í þingsölum verðum að tryggja að samhæfðar aðgerðir til aðstoðar heimilunum í landinu verði að veruleika með því t.d. að leiðrétta stökkbreyttan höfuðstól lána. En það þarf líka að verða samkomulag um að standa vörð um það velferðarkerfi sem við búum við og tryggja að fyrirtæki verði ekki kæfð í flóknu og oft á tíðum óréttlátu skattakerfi."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »

118 barnafjölskyldur í mikilli þörf

07:57 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Meira »

Neituðu báðir að hafa ekið bílnum

07:42 Lögreglu barst um kl. 2 í nótt tilkynning um bíl sem hafði verið skilinn eftir á Nýbýlavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru tveir menn við bílinn en báðir neituðu þeir að hafa ekið honum. Meira »

Boranir í Hornafirði árangursríkar

07:37 Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna. Meira »

Guðni tók sjálfu í Hollandi

07:18 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hitti kvennalandsliðið í knattspyrnu í Hollandi þar sem hann er staddur á EM með fjölskyldu sinni. Hann segist á þeim fundi hafa kynnst þeirri samheldni, ákveðni bjartsýni og fagmennsku sem einkenni hópinn. Meira »

Tóku vörur án þess að borga

06:52 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt menn sem höfðu komið inn í Nettó á Fiskislóð rétt eftir miðnætti og tekið þar ófrjálsri hendi innkaupakerru fulla af vörum. Meira »

24 stiga hiti í suðlægum áttum

07:10 Áfram eru það Norðlendingar og ferðamenn á Norðausturlandi sem fá úthlutað besta veðrinu. Í dag verður bjart að mestu norðan heiða og hiti allt að 24 stigum. Annars staðar á landinu verður skýjað að mestu með dálítilli vætu og heldur svalara í veðri. Meira »

Góð makrílveiði suðaustur af landinu

05:30 Góð makrílveiði hefur verið á miðunum suðaustur af landinu. Víkingur AK var væntanlegur til Vopnafjarðar seint í gærkvöldi með rétt tæplega 600 tonn af makríl, segir á vef HB Granda. Meira »

Tafirnar kosta mikið fé

05:30 Fyrirhugað glæsihótel í Landssímahúsinu við Austurvöll verður í fyrsta lagi opnað rúmu ári á eftir áætlun. Heimildarmaður blaðsins, sem þekkir til Landssímareitsins, segir vanhæfni í borgarkerfinu skýra tafir. Meira »

Deilur um afhendingu Staðastaðar

05:30 Deilur standa á milli fyrrverandi sóknarprests á Staðastað, séra Páls Ágústs Ólafssonar, og kirkjuráðs. Snúast deilurnar um hvenær Páli sé skylt að afhenda prestsbústaðinn. Meira »

Nýbygging við Perluna hýsir stjörnuver

05:30 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna Perlunnar hefur verið auglýst á heimasíðu Reykjavíkurborgar.  Meira »

Kviknaði í tveimur bílum við Vog

05:30 Kveikt var í bíl í gær sem stóð utan við sjúkrahúsið Vog við Stórhöfða í Reykjavík. Lögreglan hefur ákveðinn einstakling grunaðan um athæfið, en sá stakk af frá vettvangi. Hans var leitað í gær. Meira »

Vinnulag um miðlun upplýsinga

05:30 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, mun halda sama skipulagi varðandi veitingu upplýsinga af afbrotum á Þjóðhátíð og verið hefur síðustu ár. Meira »

Dagskrá hefst á Ingólfstorgi klukkan 15

Í gær, 23:59 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar sinn annan leik í lokakeppni EM í Hollandi á morgun, laugardag, þegar liðið mætir Sviss. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á EM-torginu við Ingólfstorg. Meira »

Vilja leyfa 100 þúsund tonn á ári

05:30 Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju PCC Bakka Silicon hf. gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt 66.000 tonnum á ári af hrákísli og allt að 27.000 tonnum af kísildufti/kísilryki og 6.000 tonnum af málmleif og gjalli og 1.500 tonnum af forskiljuryki. Meira »

Kannabismold á víðavangi

05:30 „Ég hélt að þetta væri eftir einhvern garðyrkjumann en fannst skrýtið lagið á pottunum sem þetta var ræktað í,“ segir Arnar H. Gestsson, annar eigandi jarðarinnar Miðdals 1 í Kjós. Meira »

Allt að 24 stiga hiti

Í gær, 23:41 Vaxandi suðaustanátt verður á morgun, 8-15 metrar á sekúndu seinnipartinn. Hvassast verður við suðvesturströndina og á norðanverðu Snæfellsnesi, þar sem búast má við snörpum hviðum. Meira »
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
flott kommóða rótar spónn simi 869-2798
er með flotta kommóðu spónlagpa og innlagða á 25,000 sími 869-2798 hæð 85x48x11...
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunnarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveit...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...