Skora á forsetann að staðfesta Icesave

Flogið yfir Bessastaði.
Flogið yfir Bessastaði. mbl.is/Árni Sæberg

Alls hafa 710 skrifað undir áskorun á netinu þess efnis að forseti Íslands staðfesti Icesave-lögin. Á síðunni er skorað á Ólaf Ragnar Grímsson að skrifa undir lög um ríkisábyrgð vegna Icesave.

„Við teljum að afleiðingar þess að hafna lögunum muni vera verri fyrir þjóðina en hljóti þau samþykkt, sérstaklega hvað varðar samskipti við önnur ríki. Af tvennu illu teljum við samþykkt laganna sem sagt skárri kostinn,“ að því er fram kemur á vefsíðunni.

Enn liggur ekki fyrir hvenær Ólafur Ragnar muni greina frá ákvörðun sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert