„Ekki mikið tilefni til biðleiks“

Forseti hvattur til að neita undirskrift.
Forseti hvattur til að neita undirskrift. Ómar Óskarsson

Enn er beðið eftir að forseti Íslands tikynni hvort hann staðfesti Icesve-lögin nýju, en aldrei hefur liðið jafn langur tími frá því forseti fær lög í hendur og þar til hann tilkynnir ákvörðun sína.

Stjórnmálafræðingarnir Ólafur Harðarson og Eiríkur Bergmann segja óvissuna vegna málsins óheppilega. Þeir telja mögulegt að forsetinn hafi þegar gert upp hug sinn en dragi að segja frá ákvörðuninni til að undirstrika alvöru málsins.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki mikið tilefni til biðleiks á Bessastöðum. Nú reyni á hvort forsetinn sé sjálfum sér samkvæmur og synji lögunum staðfestingar – eða sýni að þeir fyrirvarar sem hann gerði þegar lögin voru samþykkt í fyrra sinnið hafi verið staðlausir stafir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert