Ekki lengur spurning um hvenær heldur hvort

Fulltrúar InDefence á Bessastöðum með undirskriftalistana.
Fulltrúar InDefence á Bessastöðum með undirskriftalistana. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ítarlega er fjallað um biðina eftir ákvörðun forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, í fréttatíma bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4. Þar kemur fram að nú sé þetta ekki spurning um hvenær Íslendingar muni greiða heldur hvort Íslendingar muni greiða tryggingafjárhæðina.

Fjallað er um undirskriftir á vef InDefence og myndir af því þegar liðsmenn InDefence afhentu forseta Íslands undirskriftirnar um liðna helgi. Vísað er til viðtals Channel 4 við Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, frá árinu 2008 um góða stöðu ríkissjóðs Íslands. Eins er viðtal við Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, þar sem hann hvetur Íslendinga til að standa við Icesave-samkomulagið. 

Jafnframt er rætt við  Vanessu Rossi, sérfræðing á fjármálamarkaði, sem telur að Ísland verði að taka ákvörðun fljótlega.

Hér er hægt að horfa á fréttina í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert