Ráðherra getur ekki undirritað ríkisábyrgðina

Eiríkur Tómasson lagaprófessor
Eiríkur Tómasson lagaprófessor mbl.is

Eiríkur Tómasson lagaprófessor telur að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra geti ekki undirritað ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna á grundvelli gildandi laga. Slík undirritun fæli í sér stjórnarskrárbrot og myndi baka okkur skaðabótaskyldu.

„Þetta er mjög sérkennileg staða. Nú eru lögin komin í gildi og fjármálaráðherra gæti undirritað ríkisábyrgðina á grundvelli gildandi laga. Ég tel hins vegar að hann væri að fara á svig við fyrirmæli stjórnarskrárinnar ef hann gerði það. Það myndi baka okkur skaðabótaskyldu þó að lögin yrðu síðar felld úr gildi,“ sagði Eiríkur.

Eiríkur sagði þetta mál sýna að hversu brýnt það væri að endurskoða stjórnarskrána.

Eiríkur sagði að ef síðari gerð Icesave-laganna yrðu felld í þjóðaratkvæðagreiðslu tækju fyrri lögin gildi. „Það er tekið fram í þeim lögum, að það sé forsenda fyrir ríkisábyrgðinni að Bretar og Hollendingar fallist á hana. Það hafa þeir ekki gert og á meðan er þetta bara dauður bókstafur. Maður getur sagt á lögfræðimáli að þetta sé tilboð sem Alþingi hefur gert,“ sagði Eiríkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert