Ekki setja Ísland í skuldafangelsi

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Reuters

Breska viðskiptablaðið Financial Times segir í leiðara í dag, að Landsbankamálið hafi sýnt fram á, að Evrópa verði að styrkja sameiginlegt regluverk sitt. Það verði ekki gert með því að setja Ísland í skuldafangelsi. 

Í leiðaranum segir, að forseti Íslands hafi ekki átt annars úrkosti en að vísa Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi þess hve margir kjósendur óskuðu eftir því. Líklega verði lögunum síðan hafnað þar og það kunni að kenna Bretum og Hollendingum þá lexíu, að það sé takmörk fyrir því hverju hægt sé að ná fram með þvingunum. Hins vegar sé tíminn jafnframt of naumur.  

Blaðið segir, að Landsbankinn hafi boðið Icesave-reikninga í samræmi við Evrópureglur, sem geri bönkum kleift að opna útibú hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu uppfylli þeir reglur í heimalandi sínu og taki þátt í innistæðutryggingakerfi. En þegar bankinn hrundi í október 2008 hafi skuldbindingar bankans verið íslenska tryggingasjóðnum ofviða.  

Í leiðaranum eru síðan raktir Icesave-samningar Breta og Hollendinga og sagt að erfitt sé að skilja hvers vegna ganga þurfi svona hart að Íslandi. Þessi lán séu smámunir í augum kröfuhafanna, 1% af lántökum Breta á þessu og næsta ári. Það myndi kosta stjórnvöld í Lundúnum og Amsterdam nánast ekkert að sýna örlæti.

Þá hafi breskir og hollenskir bankar einnig hagnast verulega á Evrópureglunum. Hefðu þeir hrunið eins og þeir íslensku hefðu viðkomandi stjórnvöld aldrei tekið á sig hundruð milljarða punda skuldir til að bjarga erlendum innistæðueigendum og því sé andstyggilegt að neyða veikburða nágranna til slíks.

Það á ekki að kúga Ísland

Blaðið Independent skrifar einnig leiðara um Icesave-málið í dag og segir að bresk stjórnvöld hafi hagað sér eins og kúgari gagnvart Íslandi. Fyrst hafi eignir Íslands verið frystar með hryðjuverkalögum og þegar íslenska þingið samþykkti lánasamning í sumar hafi breska ríkisstjórnin hafnað skilmálum, sem sett voru. 

Síðan þá hafi Bretland notað nánast allar mögulegar leiðir til beita Ísland þrýstingi. Ljóst sé að ríkisstjórnin hafi beitt áhrifum sínum innan Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tll þess. „Það er hægt að kalla þetta fjárkúgun," segir blaðið.

Independent segir, að í þessari viku hafi breska ríkisstjórnin á ný gripið til hrekkjusvínabragðanna og vísar m.a. til ummæla Myners lávarðar sem sagði að ákvörðun forseta Íslands að synja Icesave-lögunum staðfestingar þýddi að Ísland vildi ekki taka þátt í alþjóðlega stjórnmálakerfinu. „Þetta er hótun um einangrun, sem Bretland hefur til þessa aðeins beitt gegn alþjóðlegum úrhökum á borð við Simbabve og Norður-Kóreu," segir Independent.

Blaðið segir síðan, að svona framkoma sæmi ekki Bretlandi og virðist raunar hafa haft þveröfug áhrif. Ljóst sé að Bretar fái lítið sem ekkert til baka af því fé, sem þeir vörðu til að bæta breskum sparifjáreigendum tjónið af falli íslensku bankanna nema einhverskonar málamiðlun náist. 

Ljóst sé, að Ísland muni á endanum ekki eiga annars úrkosti en að greiða Bretum bætur. En hægt hefði verið að koma í veg fyrir allan þennan sársauka hefðu Bretar gripið til fyrirbyggjandi aðgerða áður en fjármálakreppan skall á. 

Leiðari Financial Times

Leiðari Independent

mbl.is

Innlent »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

12:02 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Ríkinu gert að greiða fyrir gæsluvaktir

11:58 Íslenska ríkið var í Hæstarétti í vikunni dæmt til að greiða fyrrverandi yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tæpar 14 milljónir króna fyrir gæsluvaktir sem hann átti rétt á eftir að staða hans var lögð niður á sínum tíma. Í héraðsdómi var íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Meira »

Stilla væntanlega upp í S-kjördæmi

11:19 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á von á því að flokkurinn muni ekki halda prófkjör í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Meira »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Kom hingað til að lifa af

09:33 Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenjustór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »

Um 2.500 fá ekki lífeyrisaukann

07:57 Um 2.500 starfsmenn hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ fá ekki umsamda viðbótargreiðslu við hefðbundið iðgjald í lífeyrissjóð sem ASÍ samdi um á dögunum við ríki og borg vegna starfsmanna þeirra. Meira »

Unnið að því að manna sendinefnd

07:37 Alþingi vinnur nú að því að finna fulltrúa til þess að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Reglan er núna sú að fjórir eða fimm alþingismenn sitja þingið fyrir Íslands hönd. Meira »

Haustlægð kemur í heimsókn

07:07 Haustið er gengið í garð með öllum sínum haustlægðum og í dag kemur ein slík í heimsókn. Hlýskil hennar ganga norður yfir landið og fylgir þeim talsverð eða mikil rigning, mest á Suðausturlandi og Austfjörðum, þó í mun minni mæli fyrir norðan, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fluttur á slysadeild eftir árekstur

06:49 Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl eftir árekstur við Kópavogslæk seint í gærkvöldi.   Meira »

Stjórnlaus af sveppaneyslu

06:34 Rétt eftir miðnætti þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að flytja mann, sem var í mjög annarlegu ástandi sökum neyslu sveppa, á slysadeild Landspítalans. Meira »

Fann mikið magn peninga

06:59 Heiðvirður borgari kom á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi með peningaveski sem hann hafði fundið. Í veskinu er mikið magn reiðufjár sem lögreglan vill koma í réttar hendur. Meira »

Lögregla lokaði skemmtistað

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að loka skemmtistað í Kópavogi í nótt þar sem þar reyndist vera töluverður fjöldi krakka undir aldri á staðnum þegar lögreglan kom þangað í eftirlitsferð um þrjúleytið. Meira »

Íslensku konurnar áfrýja í PIP-málinu

05:30 Flestar þeirra íslensku kvenna sem hlutu greiðslur frá þýska fyrirtækinu TÜV Rheinland, vegna PIP-brjóstapúðamálsins, vilja áfrýja málinu á næsta dómstig. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
flott sófaborð rótarspónn og innlagt
er með fallegt sófaborð flott innlagt og vel samsettur rótarspónn.á 45,000 kr ...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...