Ekki setja Ísland í skuldafangelsi

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Reuters

Breska viðskiptablaðið Financial Times segir í leiðara í dag, að Landsbankamálið hafi sýnt fram á, að Evrópa verði að styrkja sameiginlegt regluverk sitt. Það verði ekki gert með því að setja Ísland í skuldafangelsi. 

Í leiðaranum segir, að forseti Íslands hafi ekki átt annars úrkosti en að vísa Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi þess hve margir kjósendur óskuðu eftir því. Líklega verði lögunum síðan hafnað þar og það kunni að kenna Bretum og Hollendingum þá lexíu, að það sé takmörk fyrir því hverju hægt sé að ná fram með þvingunum. Hins vegar sé tíminn jafnframt of naumur.  

Blaðið segir, að Landsbankinn hafi boðið Icesave-reikninga í samræmi við Evrópureglur, sem geri bönkum kleift að opna útibú hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu uppfylli þeir reglur í heimalandi sínu og taki þátt í innistæðutryggingakerfi. En þegar bankinn hrundi í október 2008 hafi skuldbindingar bankans verið íslenska tryggingasjóðnum ofviða.  

Í leiðaranum eru síðan raktir Icesave-samningar Breta og Hollendinga og sagt að erfitt sé að skilja hvers vegna ganga þurfi svona hart að Íslandi. Þessi lán séu smámunir í augum kröfuhafanna, 1% af lántökum Breta á þessu og næsta ári. Það myndi kosta stjórnvöld í Lundúnum og Amsterdam nánast ekkert að sýna örlæti.

Þá hafi breskir og hollenskir bankar einnig hagnast verulega á Evrópureglunum. Hefðu þeir hrunið eins og þeir íslensku hefðu viðkomandi stjórnvöld aldrei tekið á sig hundruð milljarða punda skuldir til að bjarga erlendum innistæðueigendum og því sé andstyggilegt að neyða veikburða nágranna til slíks.

Það á ekki að kúga Ísland

Blaðið Independent skrifar einnig leiðara um Icesave-málið í dag og segir að bresk stjórnvöld hafi hagað sér eins og kúgari gagnvart Íslandi. Fyrst hafi eignir Íslands verið frystar með hryðjuverkalögum og þegar íslenska þingið samþykkti lánasamning í sumar hafi breska ríkisstjórnin hafnað skilmálum, sem sett voru. 

Síðan þá hafi Bretland notað nánast allar mögulegar leiðir til beita Ísland þrýstingi. Ljóst sé að ríkisstjórnin hafi beitt áhrifum sínum innan Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tll þess. „Það er hægt að kalla þetta fjárkúgun," segir blaðið.

Independent segir, að í þessari viku hafi breska ríkisstjórnin á ný gripið til hrekkjusvínabragðanna og vísar m.a. til ummæla Myners lávarðar sem sagði að ákvörðun forseta Íslands að synja Icesave-lögunum staðfestingar þýddi að Ísland vildi ekki taka þátt í alþjóðlega stjórnmálakerfinu. „Þetta er hótun um einangrun, sem Bretland hefur til þessa aðeins beitt gegn alþjóðlegum úrhökum á borð við Simbabve og Norður-Kóreu," segir Independent.

Blaðið segir síðan, að svona framkoma sæmi ekki Bretlandi og virðist raunar hafa haft þveröfug áhrif. Ljóst sé að Bretar fái lítið sem ekkert til baka af því fé, sem þeir vörðu til að bæta breskum sparifjáreigendum tjónið af falli íslensku bankanna nema einhverskonar málamiðlun náist. 

Ljóst sé, að Ísland muni á endanum ekki eiga annars úrkosti en að greiða Bretum bætur. En hægt hefði verið að koma í veg fyrir allan þennan sársauka hefðu Bretar gripið til fyrirbyggjandi aðgerða áður en fjármálakreppan skall á. 

Leiðari Financial Times

Leiðari Independent

mbl.is

Innlent »

Íslendingar virðast frekar vilja dætur

08:18 Ekki er endilega ástæða til að hafa áhyggjur af lækkandi fæðingartíðni hérlendis, sem lesa má úr tölum allra síðustu ára. Konur gætu einfaldlega verið að seinka barneignum. Auk þess virðast Íslendingar fremur vilja eignast dætur en syni. Meira »

Vilja afskrá sjö vita á landinu

07:57 Samráðshópur Vegagerðarinnar hefur lagt til að leggja niður og afskrá sjö vita auk þess að leggja niður þrjá vita sem landsvita og gera þá að hafnarvitum. Meira »

Tafir vegna framkvæmda í Borganesi

07:16 Talsverðar viðhaldsframkvæmdir verða á hringvegi frá Borgarnesi að Laugabakka í Miðfirði næstu daga og verður umferðarstýringu við framkvæmdasvæðið með 10-15 mínútna bið í senn. Einnig er unnið við blettanir í Dölunum. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi á meðan þessu stendur yfir. Meira »

Tveir lögreglumenn kærðir

07:05 Tveir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sæta rannsókn vegna gruns um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi við handtöku í maí, með þeim afleiðingum að annar mannanna tvífótbrotnaði. Lögð hefur verið fram kæra á hendur báðum lögreglumönnunum, karli og konu. Meira »

Bæjarins bestu flytur yfir götuna

06:30 Hinn vinsæli pylsuvagn Bæjarins bestu verður í dag fluttur yfir götuna og komið fyrir til bráðabirgða á gangstéttinni fyrir framan Hótel 1919 í Eimskipafélagshúsinu. Meira »

Hlýjast á Vesturlandi í dag

06:26 Hlýjast verður á Vesturlandi en svalast á norðausturhorni landsins í dag og verður hitinn á bilinu 8 til 23 stig. Léttskýjað vestantil en þokuloft við Faxaflóa í nótt og á þokunni að létta þegar líður á morguninn. Meira »

Tveir buðu í veg við Dettifoss

05:30 Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni í gerð Dettifossvegar, frá Dettifossvegi vestri og norður fyrir Súlnalæk.   Meira »

„Súpa seyðið“ af stjórnarsamstarfi

05:30 „Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að Flokkur fólksins mælist stærri en Björt framtíð og Viðreisn, vegna þess að þau eru auðvitað að súpa seyðið af því að hafa gengið allt of langt á forsendum Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu og gengið á bak orða sinna frá því í kosningabaráttunni.“ Meira »

Annar rekstur verði ekki ríkisstyrktur

05:30 Steinþór Arnarson, einn eigenda Fjallsárlóns ehf., sem rekur ferðaþjónustu við Fjallsárlón, segist ekki óttast aukna samkeppni vegna friðlýsingar Jökulsárlóns og umfangsmikils svæðis á Breiðamerkursandi, sem tók gildi í gær. Meira »

Matsmenn fá ekki gögn

05:30 Dómkvaddir matsmenn sem fengnir voru í fyrra til að meta verðmæti stofnfjár í Sparisjóði Vestmannaeyja hafa ekki fengið fullnægjandi aðgang að gögnum til verðmatsins. Bankinn ber fyrir sig bankaleynd. Meira »

Vinnu við vegskála lýkur senn

05:30 Vinna við vegskála Vaðlaheiðarganga Fnjóskadalsmegin hefur gengið vel og er á áætlun.  Meira »

Júlíhitametin falla hvert af öðru

05:30 Í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir landið á Norður- og Austurlandi undanfarið hafa júlíhitamet fallið á nokkrum sjálfvirkum stöðvum sem athugað hafa í 17 ár eða meira, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Meira »

Óvissa með laxaseiðaeldisstöð

05:30 Byggðaráð Norðurbyggðar hefur samþykkt aðal- og deiliskipulag vegna uppbyggingar á seiðaeldisstöð á Röndinni á Kópaskeri. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði á fundi sínum að uppbygging fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni væri líkleg til að styrkja byggð á Kópaskeri. Meira »

Skjálfti upp á 4,5 í Kötlu

Í gær, 22:43 Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 varð í Kötlu nú á ellefta tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst vel í Mýrdal og í Skaftártungu að sögn heimamanna. Annar skjálfti upp á 3,2 varð í kjölfarið. Meira »

„Erum í raun einir á fjallinu“

Í gær, 21:21 „Ég ætlaði reyndar að fara 2020 en svo dó pabbi um jólin þannig að ég ákvað bara að drífa mig af stað,“ segir John Snorri Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Svartaþoka, drunur frá snjóflóðum, snjóhengjur og sprungur í fjallinu hafa sett mark sitt á för hans á tind fjallsins K2. Meira »

Öflugir skjálftar í Kötlu

05:30 „Skjálftarnir fundust mjög vel hérna í Mýrdalnum og í Skaftártungum,“ segir Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Mýrdal, en tveir öflugir jarðskjálftar mældust í öskju Mýrdalsjökuls rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Meira »

Ökklabrotinn göngumaður á Arnarstapa

Í gær, 21:28 Björgunarsveitir Landsbjargar eru að aðstoða göngufólk í vanda á þremur stöðum nú í kvöld. Rétt fyrir átta var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi. Meira »

Villtist á fjalli við Seyðisfjörð

Í gær, 21:13 Kona villtist vegna þoku í grennd við Hánefstaðafjall við Seyðisfjörð. Búið er að staðsetja konuna með GPS-tækjum og bíður hún þess að vera sótt og ferjuð niður. Meira »
fjórir flottir íslenskir mokka stálstólar til sölu
er með fjóra stálstóla mokka gæða stóla á 8,500 kr stykki sími 869-2798...
Véla & tækjakerrur til afgreiðslu samdægurs
Einnig bílaflutningakerrur og fjölnotavagnar með innbyggðum sliskjum. Sími 615 ...
Tjöld, háþrýstidæla ofl
Til sölu tjöld. 2, manna kr 4000, og 4 manna kr 10000.. Samanbrjótanlegur fer...
Coleman fellihýsi með fortjaldi
Til sölu Coleman fellihýsi árg. 1996 með fortjaldi. Hýsið er í ágætu standi. Nýr...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...