Bót og Kelly hafnað sem millinöfnum

Skírnarkjóll.
Skírnarkjóll.

Mannanafnanefnd hefur hafnað kvenmannsnöfnunum Bót og Kelly sem  millinöfnum. Nöfnin Bót og Kellý hafa hins vegar verið færð á mannanafnaskrá sem eiginnöfn.  

Nefndin segir, að Bót hafi áunnið sér hefð sem eiginnafn kvenna og sé því ekki heimilt sem millinafn. Vísar nefndin til þess, að nafnið  komi fyrir í Landnámu sem kvenkyns eiginnafn.

Þá segir nefndin, að Kelly geti ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls miðað við að nafnið sé borið fram Kellý. Nefndin ákvað hins vegar að úrskurða nafnmyndina Kellý á mannanafnaskrá sem eiginnafn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert