Embla Ágústsdóttir Mosfellingur ársins

Embla Ágústsdóttir.
Embla Ágústsdóttir. mynd/Hilmar

Embla Ágústsdóttir hefur verið valin Mosfellingur ársins 2009 af bæjarblaðinu Mosfellingi í Mosfellsbæ. Embla lætur hreyfihömlun ekki hindra sig í að lifa lífinu og ná háleitum markmiðum sínum í námi og starfi, að því er fram kemur í blaðinu.

Þar segir jafnframt að með því að miðla af reynslu sinni og lífssýn hafi hún unnið að því að breyta viðhorfum til fatlaðra og fengið fólk til að skilja að þó hreyfihömlun sé áskorun þá sé hún ekki endilega afsökun.

Embla hefur að undanförnu haldið fjölda fyrirlestra sem tengjast málefnum fatlaðra. Embla er nemandi á félagsfræðibraut í borgarholtsskóla og stefnir á háskólanám í fötlunar- og kynjafræðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert