Eðlilegt að undirbúa viðræður

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokks.
Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokks. mbl.is/Ómar

„Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla mun að öllu óbreyttu fara fram en það er ágætt að menn noti tímann fram að henni til að ræða saman þvert á flokka því að það er margt sem bendir til þess að þjóðin muni hafna þessu samningum og þá finnst mér að þjóðin eigi það inni hjá stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum að menn séu búnir að undirbúa hvað menn ætli að gera þá,“ segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokks.


Engar formlegar viðræður hafa átt sér stað milli formanna flokkanna í dag. Birkir Jón sagði enn beðið eftir svörum frá Bretum og Hollendingum um nýja viðræður.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert