Óvenju margir ölvunarakstrar

mbl.is/Júlíus

Lögreglan á Eskifirði tók um miðjan dag í dag ökumann á Reyðarfirði vegna meints ölvunaraksturs. Tekin var af honum blóðprufa. Óvenju mikið hefur verið um ölvunarakstur í umdæminu undanfarna daga og hafa fjórir ökumenn verið teknir þess vegna frá því á laugardagsmorgun.

Umdæmið nær frá Neskaupstað og suður fyrir Höfn. Lögreglan á Eskifirði hefur undanfarið stöðvað bíla vegna rangrar notkunar þokuljósa. Þau má aðeins við sérstök skilyrði og þá með aðalljósum. Að sögn lögreglunnar kunna ökumenn að verða sektaðir fyrir ranga notkun þokuljósa á næstunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert