Sjómenn bjartsýnir á grásleppuvertíðina

( filma úr safni fyrst birt 19980118 Mappa Sjávarútvegur 2 …
( filma úr safni fyrst birt 19980118 Mappa Sjávarútvegur 2 síða 43 röð mynd 1c Kári Guðbjörnsson með tvær grásleppur sem komu í nótina hjá honum og félögum hans á Aðalbjörgu 2 RE) Rax / Ragnar Axelsson

Bjartsýni ríkir meðal smábátasjómanna um að grásleppuvertíðin, sem hefst fyrir norðan land í næsta mánuði, geti gefið góðar tekjur.

Íslenskir sjómenn komu með 11.518 tunnur af hrognum að landi í fyrra og var útflutningsverðmæti grásleppuhrogna og kavíars um 2,6 milljarðar króna í fyrra. Það mun vera hærri upphæð en nokkru sinni fyrr. Íslendingar voru í fyrra með um helming heimsframleiðslunnar á hrognum.

Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, telur að markaðir séu mjög góðir um þessar mundir og því sé ástæða til bjartsýni. „Ég vil samt brýna fyrir sjómönnum að hefja ekki veiðar fyrr en þeir hafa örugga kaupendur að því sem þeir veiða og á góðu verði,“ segir Örn.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert