Vilja reka spilavíti á Hótel Nordica

Icelandair hefur lagt inn beiðni til dómsmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis um að fjárhættuspil verði lögleitt hér á landi. Fram kemur í Fréttablaðinu, að  fyrirtækið hafi hug á að reka spilavíti á Hótel Nordica og hefur hugmyndin verið kynnt iðnaðarráðherra og dómsmálaráðherra og send hagsmunaaðilum til umsagnar.

Haft er eftir Björgólfi Jóhannessyni, forstjóra Icelandair, að það gæti orðið mikill styrkur fyrir ferðaþjónustuna að fá að opna löglegt spilavíti hérlendis.  Þá geti verið til mikils að vinna fyrir hið opinbera ef hægt væri að koma fjárhættuspili upp á yfirborðið á Íslandi, hafa með því strangt eftirlit og afla skatttekna þar að auki.

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, segir við blaðið að það kynni að vera jákvætt að færa spilamennskuna upp á yfirborðið og að ríkið gæti haft af henni tekjur, en á hinn bóginn væri spilafíkn alvarlegt vandamál.

Hugmyndir af þessu tagi hafa áður komið fram hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert