SA gagnrýna umhverfisráðherra

Þjórsá.
Þjórsá.

Samtök atvinnulífsins gagnrýna Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, harðlega fyrir þá ákvörðun að neita að staðfesta breytingu á aðalskipulagi tveggja sveitarfélaga á Suðurlandi vegna þess að Landsvirkjun tók þátt í kostnaði við skipulagsgerðina.

„Það blasir við að ákvörðun ráðherra er ómálefnaleg og í andstöðu við margra ára venju og góða stjórnsýsluhætti. Það er til samræmis við önnur vinnubrögð ráðherra að tefja mál. Synjunin er einungis til þess fallin að geðjast þröngum flokkshagsmunum Vinstri grænna sem ályktuðu í ágúst sl. um virkjanir við Þjórsá og fólu „þingflokki og ráðherra VG að sjá til þess að ekki verði í þær ráðist". Um leið tryggir ráðherra minni hagvöxt en ella, meira atvinnuleysi, minni kaupmátt almennings og takmarkar getu ríkissjóðs og sveitarfélaga til að verja velferðarkerfið í landinu," segir m.a. á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins.

Vefur SA

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert