Eftirlit með notkun stefnuljósa

Lögreglan fylgist með stefnuljósanotkun á næstunni
Lögreglan fylgist með stefnuljósanotkun á næstunni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun á næstu fjórum vikum leggja áherslu á eftirlit með stefnuljósanotkun ökumanna.

Hagræði að notkun stefnuljósa fyrir aðra vegfarendur er ótvírætt, segir lögreglan.

Bent er á að stefnuljós eigi að nota þegar breytt er um akstursstefnu, skipt um akrein, ekið út úr hringtorgi og svo framvegis.

„Það eykur öryggi í umferð að nota stefnuljós, lýsir ábyrgum akstri og er sjálfsögð kurteisi gagnvart öðrum þeim sem í umferð eru.“

Lögreglan mun einnig fylgjast með svokölluðum svigakstri í þéttri umferð þar sem ökutækjum er ekið milli akreina yfir umferðarhraða, gjarnan án þess að stefnumerki séu gefin. Slíkur akstur truflar aðra ökumenn og skapar hættu.

Lögreglan hvetur ökumenn til að sýna hver öðrum þá tillitssemi sem þeim ber í umferð, hvort heldur það lýtur að notkun stefnuljósa eða ógætilegum akstri.  Brot varði sektum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert