Staðan í Icesave mjög tvísýn

Farið yfir stöðu mála.
Farið yfir stöðu mála. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Viðræður Íslendinga við Breta og Hollendinga um Icesave eru í járnum og óvíst hver niðurstaðan verður. Vonast er eftir því að fjármálaráðherrar landanna þriggja eigi símafund um deiluna, en það er þó ekki frágengið.

Formenn flokkanna áttu fund í stjórnarráðinu í gærkvöldi þar sem farið var yfir stöðuna. Formennirnir munu hitta samninganefndina í dag og heyra hvernig hún metur stöðuna og leggja á ráðin um næstu skref. „Þá kemur í ljós hvert er þeirra mat eftir þessa fundi og eftir að hafa fengið síðustu viðbrögð Hollendinga og Breta,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra vildi lítið segja um stöðuna. Hann svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort viðræðurnar væru í uppnámi fyrst viðræðunefndin væri að koma heim.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði eftir fundinn að menn væru að tala saman út frá alveg nýrri nálgun. Hann gagnrýndi hins vegar yfirlýsingar forsætisráðherra og fjármálaráðherra sem vildu semja sem fyrst á meðan samninganefndin væri enn að störfum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gagnrýndu Bretar og Hollendingar þau drög sem íslenska viðræðunefndin kynnti á fyrsta samningafundinum og töldu að þau væru ekki í samræmi við hugmyndir sem fjármálaráðherra hefði kynnt að lausn málsins.

„Það hefur verið góð samstaða um þær áherslur sem við lögðum upp með og það umboð sem samninganefndin fékk. Við höfum haldið okkur algerlega innan þess ramma sem lagt var upp með í upphafi og hvergi hvikað frá því. Það hefur verið unnið að málinu þannig að það sé hægt að taka upp samninga á gerbreyttum forsendum,“ sagði Bjarni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert