Grunur um leynimakk

Forystumenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna.
Forystumenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Blikur kunna að vera á lofti hvað varðar þá þverpólitísku samstöðu sem skapast hefur um viðræður við Breta og Hollendinga um Icesave.

Innan stjórnarandstöðunnar hafa verið grunsemdir síðustu daga um að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður hans, hafi átt samtöl við breska ráðamenn, án samráðs við þau og án þeirra vitneskju, um að leggja drög að annars konar samningum en þeim sem viðræðunefndin hefur lagt upp með.

Fulltrúum stjórnarandstöðunnar þótti skjóta skökku við í gær, þegar fréttir bárust í þá veru, að Bretar og Hollendingar myndu gera Íslendingum nýtt tilboð í dag og í því fælist að Íslendingum yrði boðið upp á breytilega vexti í stað fastra vaxta.

Fulltrúar stjórnarandstöðu sem rætt var við í gær sögðu einfaldlega að þetta kæmi aldrei til greina. Slíkt tilboð væri mun lakara en það sem Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, hefði léð máls á fyrr í vikunni.

Sjá ítarlega umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert