2000 skráðu sig í flokkinn

Gunnar Birgisson fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi.
Gunnar Birgisson fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi. mbl.is/Golli

Um 2000 manns skráðu sig í Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi fyrir prófkjörið sem fram fór í gær. Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri, sagði á framboðsfundi fyrir prófkjörið að hann biði sig fram í 1. sætið og myndi ekki taka 2. sætið ef hann hafnaði í því.

Um 4000 manns voru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi áður en prófkjörsbaráttan hófst. Þegar prófkjörinu lauk voru félagar í flokknum orðnir 5998 og hafði því fjölgað um 2000. Um 600 bættust við á sjálfan prófkjörsdaginn. 3337 tóku þátt í prófkjörinu.

Ekki hefur náðst í Gunnar í dag til að spyrja hann um viðbrögð við úrslitunum. Á kosningafundi fyrir prófkjörið var hann spurður hvort hann myndi taka 2. sætið ef hann næði ekki fyrsta sætinu. Hann svaraði að hann biði sig fram í fyrsta sætið og myndi ekki taka annað sætið ef það yrði niðurstaða prófkjörsins. Gunnar varð í þriðja sæti í prófkjörinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert