Blóm fyrir elskuna í dag

Binni í Blómaverkstæði Binna
Binni í Blómaverkstæði Binna Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þorranum er nú lokið og konur fagna fyrsta degi í Góu, konudeginum í dag. Blómasalinn Binni hjá Blómaverkstæði Binna,  hafði í nógu að snúast eins og aðrir blómasalar enda margir svo vilja gleðja elskuna sína, móður, ömmu, systur eða jafnvel vinkonu með blómvendi í tilefni dagsins.

Binni segir konudaginn einn af skemmtilegri dögum ársins því karlmennirnir komi svo glaðir og séu svo ánægðir þegar þeir fara af því þeir vita að konan verði svo ánægð. Þeir komi við eftir að hafa farið í bakaríið og fái blómvönd.

Hin sígilda samsetning rauðar rósir og brúðarslör er án efa vinsælasti blómvöndur dagsins segir Binni þegar mbl.is innir hann eftir vinsælasta blómvendinum. Fast á eftir fylgi rauðir túlípanar.

„Rauði liturinn er vinsælastur á þessum degi,“ segir Binni. „Enda er það svo hjá okkur körlunum að  rautt er litur ástar og væntumþykju.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert