Eignir Landsbanka enn frystar

Skjöldur á Englandsbanka. Þar liggur fé Landsbanka.
Skjöldur á Englandsbanka. Þar liggur fé Landsbanka. reuters

Frysting breska fjármálaeftirlitsins, FSA, á eignum Landsbankans á Bretlandi er enn í gildi og ekki ljóst hvenær henni verður aflétt.

Þetta kemur fram í fyrirspurn Morgunblaðsins um þær kvaðir, sem FSA setti Landsbankanum 3. október 2008, fimm dögum áður en bresk stjórnvöld beittu hryðjuverkalögum til að frysta eignir bankans.

Hryðjuverkalögunum var aflétt í sumar. Samkvæmt kröfum FSA bar Landsbankanum að geyma að lágmarki 20% af innistæðum á óbundnum reikningum í breskum pundum á reikningi hjá Englandsbanka. Sagðist FSA vera að vernda hagsmuni viðskiptavina bankans. Af sömu ástæðu var þetta gert með leynd.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert