Æ meira tekið af sparnaðinum

mbl.is/G. Rúnar

Samkvæmt nýjum upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra hafa um 44 þúsund manns í 60 þúsund umsóknum sótt um að fá 33,7 milljarða króna greidda út af séreignarsparnaði. Reikningarnir eru inni hjá lífeyrissjóðum og ýmsum fjármálastofnunum, alls 30 að tölu.

Hefur orðið nokkur aukning á þessum umsóknum frá áramótum, þegar hámarksfjárhæð úttekta var hækkuð úr einni milljón í 1,5 milljónir króna. Þá höfðu borist umsóknir frá um 42 þúsund manns fyrir um 26 milljarða króna.

Á öllu síðasta ári námu útgreiðslur, brúttó, um 22 milljörðum króna og rúmum þremur milljörðum fyrstu tvo mánuði þessa árs.

Sjá ítarlega umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert