Ekkert markvert gerðist í London

Steingrímur J. Sigfússon ræðir við fréttamenn við stjórnarráðið.
Steingrímur J. Sigfússon ræðir við fréttamenn við stjórnarráðið. mbl.is/Golli

„Það er veruleg óvissa uppi um það  hvernig [Icesave-viðræðunum] reiðir af,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Ennþá beri töluvert í milli Íslendinga annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar.

Fundi samninganefnda landanna þriggja lauk án markverðrar niðurstöðu um sex leytið. Bretar lögðu þó fram nýjar hugmyndir, en að sögn Steingríms breyta þær ekki miklu um framgang viðræðnanna.

Ekki hafa verið skipulagðir frekari fundir á morgun. Engu að síður segir Steingrímur að viðræðurnar hafi ekki verið blásnar af. Farið verði yfir nýjar hugmyndir Breta, þótt þær breyti líklega ekki miklu.

Steingrímur telur líklegast úr þessi að af þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin verði nk. laugardag, eins og reyndar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði fyrr í dag. Stjórnarandstaðan tekur í sama streng.

Nánar verður fjallað um málið í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert