Sitja á fundi í London

Samninganefndin situr á fundi.
Samninganefndin situr á fundi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samninganefnd Íslands í Icesave-málinu situr nú fund í London með samninganefndum Breta og Hollendinga. Minnihlutinn fékk rétt fyrir klukkan þrjú skilaboð frá sínum fulltrúa í nefndinni, um að samninganefndin væri að fara til fundarins.

Ekki var haldinn símafundur í morgun milli formanna stjórnmálaflokkanna og samninganefndarinnar, eins og til stóð, þar sem rétt þótti að bíða með það þar til eftir fundinn sem nú stendur  yfir. Ekki hefur neitt verið ákveðið um mögulegan símafund að loknum fundinum í London.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert