Fréttaskýring: Harpan mun skapa mikinn gjaldeyri

Mikill fjöldi sótti samkomuna sem haldin var í Hörpunni á ...
Mikill fjöldi sótti samkomuna sem haldin var í Hörpunni á fimmtudaginn þar sem kynntir voru möguleikar hússins til ráðstefnuhalds. Ómar Óskarsson

Aðstandendur Ráðstefnuskrifstofu Íslands og Portusar ehf. boðuðu í vikunni fulltrúa 300 stærstu fyrirtækja landsins og ýmissa fagaðila til samkomu í nýbyggingu nýja tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu við Reykjavíkurhöfn til að kynna þeim möguleika sem Harpa skapar til alþjóðlegs ráðstefnuhalds hérlendis. Með samkomunni var ætlunin að blása til stórsóknar í þágu Hörpunnar á alþjóðlegum ráðstefnumarkaði.

Að sögn Péturs J. Eiríkssonar, stjórnarformanns Portusar, tókst samkoman í alla staði mjög vel. Gestir hafi fyrst og fremst verið fólk sem hafi áhrif og sambönd í heimi fagfélaga og viðskiptalífs og þeir hafi verið hvattir til að koma Íslandi og Hörpu á framfæri erlendis sem áhugaverðum ráðstefnustað. „Harpa verður tekin í gagnið í maí 2011. Húsið mun gjörbreyta öllum forsendum til ráðstefnuhalds á Íslandi enda aðstæður til slíkrar starfsemi með þeim glæsilegustu sem þekkjast,“ segir Pétur.

Eftir miklu að slægjast

Og það er eftir miklu að slægjast að sögn Péturs. Tíu 1.000 manna ráðstefnur eru taldar skila til dæmis um 260 milljónum króna í virðisaukaskatti, eingöngu af ráðstefnugjöldum og hótelkostnaði. Því til viðbótar fylgja tekjur af flugvallasköttum og af virðisaukaskatti vegna almennrar eyðslu ráðstefnugesta sem hingað koma.

Um 20.000 manns komu til Íslands á árinu 2009 vegna ráðstefnuhalds eða tæplega 4% erlendra ferðamanna hér á landi. Áætlað er að alþjóðlegur ráðstefnumarkaður velti jafnvirði yfir 1.500 milljörðum íslenskra króna á ári. Hlutur Íslands í þeim „potti“ er einungis 0,3%. Þegar nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa verður tekið í notkun gjörbreytast forsendur Íslendinga til að sækja fram á þessum mikilvæga markaði og auka verulega hlut sinn.

Forráðamenn Hörpu segja að vaxandi áhugi sé fyrir ráðstefnuhaldi í Hörpu. Reynslan sýni að ráðstefnum og fundum fjölgi þegar stórar ráðstefnumiðstöðvar séu teknar í gagnið.

Kristín Heimisdóttir, formaður Tannréttingafélags Íslands, ávarpaði gesti í Hörpu í tilefni af því að ein þeirra ráðstefna, sem þegar er búið að bóka í húsið, er Evrópuþing tannréttingasérfræðinga árið 2013. Kristín fagnaði sérstaklega áræðni og framsýni þeirra sem stuðluðu að því að ljúka framkvæmdum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið.

„Þinghaldinu fylgir engin fjárhagsleg áhætta fyrir okkur en hins vegar þurfum við á mörgum fagaðilum að halda, svo sem listamönnum, matreiðslumönnum og tæknifólki. Hingað koma um 2.000 manns og dvelja í vikutíma á hótelum, borða á veitingastöðum og skilja eftir gjaldeyri sem íslensk þjóð þarf svo sannarlega á að halda,“ sagði Kristín.

Að sögn Péturs hafa fleiri stórir hópar pantað húsið nú þegar, t.d. ætli vegagerðarmenn að halda 1.300 manna ráðstefnu þar árið 2012.

AÐSTAÐAN 1. FLOKKS

AÐSTAÐAN í ráðstefnuhúsinu Hörpu verður mjög sveigjanleg í uppsetningu og allur tæknibúnaður hinn fullkomnasti, samkvæmt upplýsingum Péturs J. Eiríkssonar.

Þrír salir eru á annarri hæð og er tónleikasalurinn stærstur.

Að auki eru tveir fundarsalir á fyrstu hæð og átta minni fundarherbergi eru á fyrstu og fjórðu hæð. Stórt forrými er á fyrstu og annarri hæð, sem nýtist vel fyrir sýningar, móttökur og veislur. Gott eldhús verður í húsinu, veitingastaður og útsýnisbar á fjórðu hæð og kaffihús á fyrstu hæð.

Að sögn Péturs mun stærsti salurinn taka um 1600 manns en mismunandi er hve minni salirnir rúma marga. Alls geta 3-4000 manns verið í húsinu í einu.

„Það verður auðveldlega hægt að vera með fleiri en eina ráðstefnu í gangi í húsinu samtímis.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Halldór gefur ekki kost á sér

18:35 Halldór Halldórsson hyggst ekki gefa kost á sér sem oddviti sjálfstæðismanna Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Segist hann hafa metið stöðuna í sumarfríinu og tekið ákvörðun fyrir tíu dögum. Meira »

Bagalegt að biðlistar séu langir

18:26 Það er mjög bagalegt að langir biðlistar eftir afplánun í fangelsum landsins leiði til þess að dómar fyrnist. Þeir dómar sem fyrnast eru þó jafnan dómar fyrir smávægilegustu brotin enda er allt kapp og áhersla lögð á að þeir afpláni sem gerst hafa sekir um alvarlegustu brotin segir dómsmálaráðherra. Meira »

Jeppi út af blautum malarvegi

17:51 Jeppabifreið valt við Þórisvatn á Héraði á fjórða tímanum í dag en sjö voru um borð í honum, fimm fullorðnir og tvö börn.  Meira »

Reykjavík í 37. sæti

17:34 Reykjavík er í 37. sæti yfir lífvænlegustu borgir heims ef marka má úttekt tímaritsins Economist. Hefur borgin stokkið upp um 15 sæti frá því árið 2015 er borgin sat í 52. sæti. Meira »

Allt að 97% verðhækkun

17:32 Verð á nýjum námsbókum fyrir framhaldsskóla hefur hækkað milli ára þar sem mest hækkun var heil 97%. Penninn-Eymundsson, Mál og Menning og A4 hafa hækkað verð á flestum nýjum námsbókum sem voru í könnunum ASÍ í fyrra á meðan allar verð Bókabúðarinnar Iðnú hafa lækkað. Meira »

Stúlkurnar „sviptar sínum rétti“

17:21 „Það er augljóst að fólk sættir sig ekki við svona ákvarðanir,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, en í dag voru undirskriftir tæplega 15 þúsund Íslendinga afhentar fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, þar sem þess var krafist að mál afganskra feðgina og nígerískrar fjölskyldu verði endurskoðuð. Meira »

57 milljónir fyrir 26 daga leigu

16:19 Vegagerðin greiddi Sæferðum rúmar 57 milljónir fyrir 26 daga leigu á ferjunni Baldri þegar hún leysti Herjólf af í vor vegna viðhalds. Meira »

Ný stjórn Bankasýslu ríkisins

16:50 Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Þrír sitja í stjórninni, sem er skipuð til tveggja ára. Meira »

Velja ekki allar að fara í fóstureyðingu

16:16 Fullyrðingar í umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um að fóstrum með Downs-heilkenni sé eytt í næstum 100 prósent tilfella hér á landi, eru í raun ekki réttar. Þetta segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans Meira »

Reykjarmökkur barst frá Helguvík

15:50 Talsverður reykjarmökkur barst frá verksmiðju United Silicon í Helguvík fyrr í dag. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að umræddur reykur sé í raun ryk og að hann sé skaðlaus. Meira »

Einfalda skráningu íslensks ríkisborgararéttar

15:49 Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út drög að breytingum á lögum um íslenskan ríkisborgararétt og barnalögum. Ætlun frumvarpsins er að draga úr ríkisfangsleysi með því að einfalda möguleika á skráningu íslensks ríkisborgararétts til barna sem fæðast hér á landi og ungs fólks sem búið hefur hér á landi. Meira »

Hótaði að skjóta fólk vegna vatnsleka

15:34 Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglulið handtók í dag mann í Hafnarfirði sem hafði hótað að skjóta fólk í skrifstofuhúsnæði við Cuxhavengötu við Hafnarfjarðarhöfn Meira »

Umferðartafir á Kringlumýrarbraut

15:34 Umferðarslys varð fyrir stuttu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar. veginum hefur ekki verið lokað en einhverjar tafir eru á umferð þar í suðurátt. Meira »

„Mun koma í bakið á okkur öllum“

13:52 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, fundaði í gær með Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra Noregs. Þetta upplýsir hún í samtali við mbl.is. Meira »

Tímasetningin ekki sú besta

13:30 Upplýsingafulltrú Reykjavíkurborgar kveðst skilja að framkvæmdir við Grensásveg valdi vegfarendum óþægindum og að tímasetning framkvæmdanna sé ekki sú besta. Meira »

Bandarísk herþota á miðjum vegi

14:29 Vegfarendur á Ásbrú ráku upp stór augu í dag þegar þeir sáu bandaríska herþotu á miðjum vegi í eftirdragi á eftir hvítum ISAVIA-pallbíl. Um er að ræða herþotu af gerðinni Phanton-F4 sem notaðar voru af Bandaríkjaher á árum áður. Meira »

Stýrir áætlun vegna húsnæðissáttmála

13:48 Velferðarráðuneytið hefur fengið Guðrúnu Ingvarsdóttur til að stýra innleiðingu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í húsnæðismálum samkvæmt sérstökum húsnæðissáttmála sem kynntur var nýlega. Meira »

„Ekki mönnum bjóðandi“

12:34 „Það væri óskandi að þetta gæti farið af stað, því það er mjög mikilvægt að þetta fari að lagast,“ segir Vilberg Þráinsson, oddviti Reykhólahrepps, um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit á Vestfjörðum. Vörubílar liggja fastir á núverandi malarvegi allan ársins hring vegna bleytu eða drullu. Meira »
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...