Fréttaskýring: Harpan mun skapa mikinn gjaldeyri

Mikill fjöldi sótti samkomuna sem haldin var í Hörpunni á ...
Mikill fjöldi sótti samkomuna sem haldin var í Hörpunni á fimmtudaginn þar sem kynntir voru möguleikar hússins til ráðstefnuhalds. Ómar Óskarsson

Aðstandendur Ráðstefnuskrifstofu Íslands og Portusar ehf. boðuðu í vikunni fulltrúa 300 stærstu fyrirtækja landsins og ýmissa fagaðila til samkomu í nýbyggingu nýja tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu við Reykjavíkurhöfn til að kynna þeim möguleika sem Harpa skapar til alþjóðlegs ráðstefnuhalds hérlendis. Með samkomunni var ætlunin að blása til stórsóknar í þágu Hörpunnar á alþjóðlegum ráðstefnumarkaði.

Að sögn Péturs J. Eiríkssonar, stjórnarformanns Portusar, tókst samkoman í alla staði mjög vel. Gestir hafi fyrst og fremst verið fólk sem hafi áhrif og sambönd í heimi fagfélaga og viðskiptalífs og þeir hafi verið hvattir til að koma Íslandi og Hörpu á framfæri erlendis sem áhugaverðum ráðstefnustað. „Harpa verður tekin í gagnið í maí 2011. Húsið mun gjörbreyta öllum forsendum til ráðstefnuhalds á Íslandi enda aðstæður til slíkrar starfsemi með þeim glæsilegustu sem þekkjast,“ segir Pétur.

Eftir miklu að slægjast

Og það er eftir miklu að slægjast að sögn Péturs. Tíu 1.000 manna ráðstefnur eru taldar skila til dæmis um 260 milljónum króna í virðisaukaskatti, eingöngu af ráðstefnugjöldum og hótelkostnaði. Því til viðbótar fylgja tekjur af flugvallasköttum og af virðisaukaskatti vegna almennrar eyðslu ráðstefnugesta sem hingað koma.

Um 20.000 manns komu til Íslands á árinu 2009 vegna ráðstefnuhalds eða tæplega 4% erlendra ferðamanna hér á landi. Áætlað er að alþjóðlegur ráðstefnumarkaður velti jafnvirði yfir 1.500 milljörðum íslenskra króna á ári. Hlutur Íslands í þeim „potti“ er einungis 0,3%. Þegar nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa verður tekið í notkun gjörbreytast forsendur Íslendinga til að sækja fram á þessum mikilvæga markaði og auka verulega hlut sinn.

Forráðamenn Hörpu segja að vaxandi áhugi sé fyrir ráðstefnuhaldi í Hörpu. Reynslan sýni að ráðstefnum og fundum fjölgi þegar stórar ráðstefnumiðstöðvar séu teknar í gagnið.

Kristín Heimisdóttir, formaður Tannréttingafélags Íslands, ávarpaði gesti í Hörpu í tilefni af því að ein þeirra ráðstefna, sem þegar er búið að bóka í húsið, er Evrópuþing tannréttingasérfræðinga árið 2013. Kristín fagnaði sérstaklega áræðni og framsýni þeirra sem stuðluðu að því að ljúka framkvæmdum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið.

„Þinghaldinu fylgir engin fjárhagsleg áhætta fyrir okkur en hins vegar þurfum við á mörgum fagaðilum að halda, svo sem listamönnum, matreiðslumönnum og tæknifólki. Hingað koma um 2.000 manns og dvelja í vikutíma á hótelum, borða á veitingastöðum og skilja eftir gjaldeyri sem íslensk þjóð þarf svo sannarlega á að halda,“ sagði Kristín.

Að sögn Péturs hafa fleiri stórir hópar pantað húsið nú þegar, t.d. ætli vegagerðarmenn að halda 1.300 manna ráðstefnu þar árið 2012.

AÐSTAÐAN 1. FLOKKS

AÐSTAÐAN í ráðstefnuhúsinu Hörpu verður mjög sveigjanleg í uppsetningu og allur tæknibúnaður hinn fullkomnasti, samkvæmt upplýsingum Péturs J. Eiríkssonar.

Þrír salir eru á annarri hæð og er tónleikasalurinn stærstur.

Að auki eru tveir fundarsalir á fyrstu hæð og átta minni fundarherbergi eru á fyrstu og fjórðu hæð. Stórt forrými er á fyrstu og annarri hæð, sem nýtist vel fyrir sýningar, móttökur og veislur. Gott eldhús verður í húsinu, veitingastaður og útsýnisbar á fjórðu hæð og kaffihús á fyrstu hæð.

Að sögn Péturs mun stærsti salurinn taka um 1600 manns en mismunandi er hve minni salirnir rúma marga. Alls geta 3-4000 manns verið í húsinu í einu.

„Það verður auðveldlega hægt að vera með fleiri en eina ráðstefnu í gangi í húsinu samtímis.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Á heimavelli í Hollandi

Í gær, 23:05 Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, er á leið til Rotterdam í Hollandi, þar sem hann mun sinna markaðs- og samskiptamálum fyrir alþjóðasvið félagsins. Meira »

25 ár frá fyrstu smáskilaboðunum

Í gær, 23:03 Þegar Neil Papworth, 22 ára verkfræðingur í Bretlandi, ákvað að senda vini sínum Richard Jarvis, yfirmanni hjá Vodafone, kveðju hinn 3. desember árið 1992 óraði hann ekki fyrir því að þess yrði minnst aldarfjórðungi síðar sem mikilvægra tímamóta í tæknibyltingunni. Meira »

Fá 40% af framlagi til íbúa á Austurlandi

Í gær, 23:00 Verulegur munur er á framlögum ríkisins til stofnana á Suðurnesjum og á öðrum stöðum á landinu samkvæmt tölulegum samanburði fjárlagafrumvarpi ársins 2014 sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í kvöld. Meira »

8. ánægðustu farþegarnir í Leifsstöð

Í gær, 22:52 Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól. Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins. Meira »

10-11 má nota „Inspired by Iceland“

Í gær, 22:52 Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að versluninni 10-11 sé heimilt að nota vörumerkið „Inspired by Iceland“ sem auðkenni fyrir nýja verslun sína í Bankastræti í Reykjavík. Það var Íslandsstofa sem höfðaði málið og krafðist þess að félaginu yrði bannað að nota vörumerkið. Meira »

Hátt brottfall úr sveitarstjórnum

Í gær, 22:43 Mun meira brottfall er úr sveitarstjórnum hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Rúm 40% þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eru ákveðin að hætta, tæp 30% eru enn að hugsa málið og 30% stefna á að halda áfram. Þetta segir Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur. Meira »

Metnaður til að bæta kjör hóflegur

Í gær, 22:18 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði flokkinn vilja renna stoðum undir almenna hagsæld um leið og hann vildi tryggja að hún næði til allra en ekki bara sumra. „Enginn velkist í vafa um hverjir það eru sem standa höllustum fæti í íslensku samfélagi.“ Meira »

Gerum skynsemi almenna

Í gær, 22:20 Gerum skynsemi almenna og breytum fyrri vinnubrögðum og viðhorfum. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Píratar séu oft taldir róttækir og það ýmist talið þeim til skammar eða tekna. Meira »

Steingrímur er íhaldsmaður

Í gær, 22:07 Áframhaldandi áhersla á að setja heilbrigðismálin í forsæti er góðs viti. Það sé líka góð vísbending um að Vinstri grænum sé alvara með heilbrigðismálin að flokkurinn hafi tekið að sér þennan óvinsæla ráðherra stól. Þetta sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Meira »

Hver króna skilar sér áttfalt til baka

Í gær, 21:50 Ísland framtíðar á að vera hugverkadrifið. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á Alþingi í kvöld. Sagði hún nýja ríkisstjórn ætla að blása til stórsóknar í menntamálum og benti á að hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka. Meira »

Gleymst hafi að kynna landsmönnum hersetu

Í gær, 21:47 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, byrjaði sína ræðu á að tala um það góða nafn sem Íslendingar hafa skapað sér vegna afstöðu til jafnréttis kynjanna, umhverfismála, málefna Norðurslóða, loftslagsmála, réttindamálum samkynhneigðra og þegar kemur að sjálfstæðisbaráttu ríkja. Meira »

Leiði björgunarleiðangur íslensks samfélags

Í gær, 21:47 „Við teljum að innviðir samfélagsins séu orðnir svo veikir að veruleg hætta stafi af. Þess vegna erum við hér,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Rangt sé að ný stjórn sé ekki að stuðla að kerfisbreytingum. Meira »

Baneitraður kokteill skattalækkana

Í gær, 21:42 Það er á tímum góðæris sem stærstu efnahagsmistök stjórnvalda eru gerð. Þetta sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í ræðu sinni. Stefna stjórnarinnar í ríkisfjármálum gangi þvert gegn öllum varnaðarorðum og boðið sé upp á baneitraðan kokteil skattalækkana og útgjaldaaukningar. Meira »

Íþyngjandi frelsistakmarkanir á íslandi

Í gær, 21:25 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði hversu vel Íslendingum vegnaði og sagði lífskjör vera með því besta sem gerðist í heiminum. „En þrátt fyrir góða stöðu og jákvæðar horfur, er ekki þar með sagt að á Íslandi sé ekkert sem megi bæta, breyta eða lagfæra.“ Meira »

Stjórnarmyndunarviðræðurnar Hungurleikar

Í gær, 20:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar kvaðst stolt yfir því að Katrín Jakobsdóttir sé orðin forsætisráðherra. „Það er ekki bara töff heldur er hún mannkostamanneskja sem vonandi tekst að taka utan um, ekki bara stjórnarflokkana heldur samfélagið allt,“ sagði hún. Meira »

Jöfnu tækifærin aðeins fyrir suma

Í gær, 21:26 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, flutti sína fyrstu ræðu í ræðustól Alþingis og var þakklát fyrir það tækifæri sem kjósendur veittu henni. Hún sagði margt gott og kjarnmikið í nýjum stjórnarsáttmála, en allt of fátt sem hönd væri á festandi. Meira »

Ekki afgirt virki þar sem allt er bannað

Í gær, 21:06 Markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 hefur þegar vakið athygli utan landsteinana. Þetta sagði umhverfisráðherra á Alþingi í kvöld. Einstakt tækifæri skapist þegar andstæð öfl í pólitík mætist við ríkisstjórnarborðið og þess vegna hafi hann ákveðið að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Meira »

Nýtt þing ára­mót stjórn­mála­manna

Í gær, 20:56 Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, sagði nýtt þing eins og áramót stjórnmálamanna og væntingar fyrir nýja ríkisstjórn miklar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Dúskar ekta Þvottabjörn og Silfurrefur
Er með mikið úrval af dúskum á húfur með smellum get sent myndir fleiri litir í ...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...