Fréttaskýring: Harpan mun skapa mikinn gjaldeyri

Mikill fjöldi sótti samkomuna sem haldin var í Hörpunni á ...
Mikill fjöldi sótti samkomuna sem haldin var í Hörpunni á fimmtudaginn þar sem kynntir voru möguleikar hússins til ráðstefnuhalds. Ómar Óskarsson

Aðstandendur Ráðstefnuskrifstofu Íslands og Portusar ehf. boðuðu í vikunni fulltrúa 300 stærstu fyrirtækja landsins og ýmissa fagaðila til samkomu í nýbyggingu nýja tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu við Reykjavíkurhöfn til að kynna þeim möguleika sem Harpa skapar til alþjóðlegs ráðstefnuhalds hérlendis. Með samkomunni var ætlunin að blása til stórsóknar í þágu Hörpunnar á alþjóðlegum ráðstefnumarkaði.

Að sögn Péturs J. Eiríkssonar, stjórnarformanns Portusar, tókst samkoman í alla staði mjög vel. Gestir hafi fyrst og fremst verið fólk sem hafi áhrif og sambönd í heimi fagfélaga og viðskiptalífs og þeir hafi verið hvattir til að koma Íslandi og Hörpu á framfæri erlendis sem áhugaverðum ráðstefnustað. „Harpa verður tekin í gagnið í maí 2011. Húsið mun gjörbreyta öllum forsendum til ráðstefnuhalds á Íslandi enda aðstæður til slíkrar starfsemi með þeim glæsilegustu sem þekkjast,“ segir Pétur.

Eftir miklu að slægjast

Og það er eftir miklu að slægjast að sögn Péturs. Tíu 1.000 manna ráðstefnur eru taldar skila til dæmis um 260 milljónum króna í virðisaukaskatti, eingöngu af ráðstefnugjöldum og hótelkostnaði. Því til viðbótar fylgja tekjur af flugvallasköttum og af virðisaukaskatti vegna almennrar eyðslu ráðstefnugesta sem hingað koma.

Um 20.000 manns komu til Íslands á árinu 2009 vegna ráðstefnuhalds eða tæplega 4% erlendra ferðamanna hér á landi. Áætlað er að alþjóðlegur ráðstefnumarkaður velti jafnvirði yfir 1.500 milljörðum íslenskra króna á ári. Hlutur Íslands í þeim „potti“ er einungis 0,3%. Þegar nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa verður tekið í notkun gjörbreytast forsendur Íslendinga til að sækja fram á þessum mikilvæga markaði og auka verulega hlut sinn.

Forráðamenn Hörpu segja að vaxandi áhugi sé fyrir ráðstefnuhaldi í Hörpu. Reynslan sýni að ráðstefnum og fundum fjölgi þegar stórar ráðstefnumiðstöðvar séu teknar í gagnið.

Kristín Heimisdóttir, formaður Tannréttingafélags Íslands, ávarpaði gesti í Hörpu í tilefni af því að ein þeirra ráðstefna, sem þegar er búið að bóka í húsið, er Evrópuþing tannréttingasérfræðinga árið 2013. Kristín fagnaði sérstaklega áræðni og framsýni þeirra sem stuðluðu að því að ljúka framkvæmdum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið.

„Þinghaldinu fylgir engin fjárhagsleg áhætta fyrir okkur en hins vegar þurfum við á mörgum fagaðilum að halda, svo sem listamönnum, matreiðslumönnum og tæknifólki. Hingað koma um 2.000 manns og dvelja í vikutíma á hótelum, borða á veitingastöðum og skilja eftir gjaldeyri sem íslensk þjóð þarf svo sannarlega á að halda,“ sagði Kristín.

Að sögn Péturs hafa fleiri stórir hópar pantað húsið nú þegar, t.d. ætli vegagerðarmenn að halda 1.300 manna ráðstefnu þar árið 2012.

AÐSTAÐAN 1. FLOKKS

AÐSTAÐAN í ráðstefnuhúsinu Hörpu verður mjög sveigjanleg í uppsetningu og allur tæknibúnaður hinn fullkomnasti, samkvæmt upplýsingum Péturs J. Eiríkssonar.

Þrír salir eru á annarri hæð og er tónleikasalurinn stærstur.

Að auki eru tveir fundarsalir á fyrstu hæð og átta minni fundarherbergi eru á fyrstu og fjórðu hæð. Stórt forrými er á fyrstu og annarri hæð, sem nýtist vel fyrir sýningar, móttökur og veislur. Gott eldhús verður í húsinu, veitingastaður og útsýnisbar á fjórðu hæð og kaffihús á fyrstu hæð.

Að sögn Péturs mun stærsti salurinn taka um 1600 manns en mismunandi er hve minni salirnir rúma marga. Alls geta 3-4000 manns verið í húsinu í einu.

„Það verður auðveldlega hægt að vera með fleiri en eina ráðstefnu í gangi í húsinu samtímis.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áfram stormur á morgun

18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

„Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“

14:42 Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Meira »

Háskaleikur ferðamanns vekur óhug

14:35 „Þetta er ekki æskileg ferðahegðun,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, um stutt myndband sem birt hefur verið á YouTube. Meira »

Telja að það vanti 570 hjúkrunarfræðinga

14:04 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Meira »

Sumir útiloka hækkun en ekki aðrir

13:40 Forystumenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til alþingiskosninga tóku misdjúpt í árinni þegar þeir voru spurðir um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu á opnum fundi sem Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir í Hörpu í morgun. Sumir útilokuðu hækkun en aðrir treystu sér ekki til þess að segja af eða á. Meira »

Segja upp samningi við ISS um skólamat

13:21 Hafnarfjarðarbær hefur gert munnlegan samning um að hætta viðskiptum við fyrirtækið Skólaask, sem fyr­ir­tækið ISS Ísland rek­ur, um máltíðir fyrir nemendur í grunn- og leikskólum bæjarins. Í fréttatilkynningu frá bænum kemur fram að báðir aðilar hafi áhuga á að losna undan samningnum. Meira »

Bærinn borgi fyrir flutning hesthúss

14:01 Eigandi hesthúss á Símonartúni við Eskifjörð hefur óskað eftir því að Fjarðabyggð beri kostnað af flutningi hússins af svæðinu vegna aukinnar hættu á ofanflóðum og aukinnar umferðar um Helgustaðarveg. Meira »

Sigmundur þurfti á salernið

13:36 „Það var væntanlega þannig sem ég lenti í þeirri sérkennilegu stöðu að þurfa að svara blaðamanni New York Times um salernisferðir mínar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Facebook. Meira »

Níu athugasemdir við nýtt fiskeldi

13:03 Frestur til að gera athugasemdir vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri er liðinn. Níu athugasemdir bárust vegna framkvæmdarinnar en Fiskeldi Austfjarða vill hefja tvö þúsund tonna laxeldi á svæðinu. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

ÍSSKÁPUR-UPPÞVOTTAVÉL-ÞURRKARI-SKÁPUR-DISKUR
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...