Boltinn er hjá Íslendingum

Talsmaður Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, segir að boltinn …
Talsmaður Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, segir að boltinn sé hjá Íslendingum í Icesave-málinu.

Hollendingar og Bretar eru reiðubúnir að taka að nýju upp viðræður við Íslendinga um Icesave-skuldina en bíða eftir tillögu Íslendinga um skilmála. Reuters fréttstofan hafði þetta eftir talsmanni hollenska fjármálaráðherrans í dag.

Talsmaðurinn sagði að Íslendingar þyrftu að leggja fram heildartillögu, sem tæki tillit til hagsmuna beggja, til þess að viðræður hæfust að nýju.

Þá bætti hann því við að Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi ræðst við í síðustu viku. Þeir hafi orðið sammála um að boltinn væri Íslandsmegin á vellinum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 6. mars s.l.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert