Rannsókn hafin á skjalaleka

Bandaríska sendiráðið í Reykjavík.
Bandaríska sendiráðið í Reykjavík.

Innanhúsrannsókn er hafin í bandaríska utanríkisráðuneytinu á því hvernig innanhússkjal um samskipti íslenskra og bandarískra embættismanna var lekið til vefjarins Wikileaks. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins, að fangelsisdómur geti beðið þess sem lak, finnist hann.

Í fréttum Ríkisútvarpsins kom fram, að það sé skoðun margra að líklega hafi skjölunum verið lekið viljandi. Með því að koma skýrslunni á framfæri sé verið að senda skilaboð þótt ekki sé augljóst hver þau skilaboð gætu verið eða hvers vegna Bandaríkjamenn ættu að vilja blanda sér opinberlega í Icesave-deiluna.

Skjalið á Wikileaks

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert