Mottur fyrir tólf milljónir

Tom Selleck lék Magnum á níunda áratugnum og skartar líka …
Tom Selleck lék Magnum á níunda áratugnum og skartar líka fínustu mottu. mbl.is/

Nú þegar nokkuð er liðið á mars er ekki aðeins farinn að sjást árangur af mottuvexti í andlitum íslenskra karlmanna.  Átakið Mottumars sem var sett af stað á vefsíðunni karlmennogkrabbamein.is en það felst í því heita á karlmenn sem safna munu yfirvaraskeggi, út þennan mánuð. Tilgangur átaksins er að safna peningum til rannsókna á krabbameini.

Þegar þetta er skrifað hafa safnast um 12 milljónir króna í áheitum og fjöldi manna virðist hafa tekið áskoruninni og byrjað að safnað yfirvaraskeggi.

 „Við getum haft áhrif, því rannsóknir sýna að koma má í veg fyrir að minnsta kosti eitt af hverjum þremur krabbameinum,“ segir á vefsíðunni um átakið

Það lið sem sem hefur safnað mestu í áheitum hingað til er lið lögmannsstofunnar Logos með 311.492 kr. í áheitum. Tæpum 100.000 krónum meira en næsta lið, sem er lið Arion banka með 233.453. kr.

einstaklingur sem nú hefur safnað mestu er Rúnar Sigurðsson úr með 253. 965 kr. í áheit. Um 80.000 krónum meira en næsti maður Sveinn Magni Jensson með 177.063 kr. í áheit.

Yfirvaraskeggið er sagt táknrænt og með þessu, þ.e. mottusöfnuninni, sé auðvelduð umræða um það sem erfitt er að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert