Útrásarvíkingar vandræðalegir

Íslendingar sitja uppi með hálf vandræðalega þjóðarímynd eftir að útrásarvíkingunum svokölluðu var hampað í hástert á góðærisárunum.

Katla Kjartansdóttur þjóðfræðingur hélt erindi undir yfirskriftinni „Vandræðalegir víkingar" í Þjóðminjasafninu í dag, en árið 2006 hóf hún að rannsaka hvernig útrásin svokallað var iðulega tengd íslenskum þjóðararfi og víkingum í orðræðunni í samfélaginu. Hún skoðaði meðal annars hvernig þetta kom fram í fjölmiðlum, ræðum forseta Íslands, og skýrslum Viðskiptaráðs og forsætisráðuneytisins.

Niðurstöður hennar sýndu að þar kom fram nánast gagnrýnislaus aðdáun á hina svokölluðu útrásarvíkinga og fólki hafi verið talin trú um að framganga þeirra væri allri þjóðinni í hag.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar eins og Katla lýsir og allir þekkja. Í dag þyki þessi kafli í sögu þjóðarinnar heldur vandræðalegur en erfitt sé að meta hversu mikið hafi dregið úr þjóðarstoltinu af þeim sökum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert